Handteknir á lokuðu hafnarsvæði

Mennirnir sjö voru handteknir á hafnarsvæðinu við Sundagarða.
Mennirnir sjö voru handteknir á hafnarsvæðinu við Sundagarða. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók sjö menn sem höfðu farið inn á lokað hafnarsvæði við Sundagarða í nótt. Fyrst var tilkynnt um fjóra menn á svæðinu sem voru teknir höndum í kjölfarið. Skömmu síðar var aftur tilkynnt um þrjá aðra menn sem einnig voru handteknir.

Tilkynningarnar bárust klukkan hálftvö og rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Lögreglu grunar að mennirnir hafi ætlað sér að reyna að komast um borð í fraktskip sem lá þar við höfn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert