Samþykkti ekki sölu á Kletti

Íbúðalánasjóður.
Íbúðalánasjóður. mbl.is/Golli

Full­trúi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs í stjórn Íbúðalána­sjóðs sat hjá þegar meiri­hluti stjórn­ar­inn­ar samþykkti að selja leigu­fé­lagið Klett ehf. til Al­menna leigu­fé­lags­ins, sem er í rekstri fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins GAM Mana­gement.

Þetta til­kynnti Svandís Svavars­dótt­ir, þingmaður vinstri grænna, í umræðum á þingi í dag. Hún sagði að ekki lægi fyr­ir nein út­tekt á áhrif­um söl­unn­ar á leigu­markaðinn.

„Eru þetta nátt­úr­lega tölu­verð tíðindi í sjálfu sér og mik­il hreyf­ing á ann­ars óþroskuðum leigu­markaði þar sem við vit­um að leig­an á Íslandi er mjög há miðað við ná­granna­lönd­in og þarna er um að ræða op­in­ber­an aðila sem sel­ur frá sér eign­ir af þessu tagi til einkaaðila sem hef­ur auðvitað það að mark­miði að há­marka arðsemi sína. Þó að kvöð fylgi ákvörðun­inni um að óheim­ilt sé að hækka leig­una í tólf mánuði má velta fyr­ir sér hversu lengi sú kvöð haldi eft­ir þann tíma,“ sagði Svandís.

Eins og kunn­ugt er var leigu­fé­lagið Klett­ur stofnað árið 2013 utan um 450 leigu­íbúðir í eigu Íbúðalána­sjóðs. Fé­lagið var aug­lýst til sölu í fe­brú­ar síðastliðnum og bár­ust þrjú skuld­bind­andi til­boð í fé­lagið. 

Al­menna leigu­fé­lagið átti hæsta til­boð, að fjár­hæð 10.101 millj­ón króna. Eft­ir kaup­in verður fé­lagið stærsta leigu­fé­lag á Íslandi sem býður al­menn­ingi upp á íbúðir í lang­tíma­leigu.

Bók­un Drífu Snæ­dal, full­trúa Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs í stjórn­inni, um söl­una var svo:

„Meiri­hluti stjórn­ar Íbúðalána­sjóðs hef­ur tekið ákvörðun um að selja Klett leigu­fé­lag. Leigu­markaður­inn á Íslandi er enn í mót­un, hús­næðis­verð veru­lega íþyngj­andi og nauðsyn­legt að stefna í átt að fé­lags­leg­um lausn­um í stað leigu­fé­laga sem rek­in eru í hagnaðarskyni. Með sölu á Kletti fer for­görðum tæki­færi til að efla fé­lags­legt leigu­hús­næði í sam­fé­lags­legri eigu til hags­bóta fyr­ir al­menn­ing og veg­ur það þyngra en að styrkja fjár­hags­lega af­komu sjóðsins með söl­unni. Und­ir­rituð sit­ur hjá við ákv­arðanir er varða sölu á Kletti.“

Frétt mbl.is: Fé­lagið selt á rúma 10 millj­arða

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert