Handteknar í Icelandair-vél

Þota frá Icelandair. Myndin er úr safni og tengist efni …
Þota frá Icelandair. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. mbl.is/Árni Sæberg

Tvær kon­ur voru hand­tekn­ar í Kötlu, flug­vél Icelanda­ir, á Kefla­vík­ur­flug­velli eft­ir að þær reyndu að stöðva brott­vís­un hæl­is­leit­anda sem er um borð. Blaðamaður mbl.is sem er um borð í vél­inni seg­ir að kon­urn­ar hafi reynt að fá farþega til að standa upp til að koma í veg fyr­ir brott­för. Vél­in á að fljúga til Stokk­hólms. 

Blaðamaður mbl.is seg­ir að farþegum sé nokkuð brugðið yfir uppá­kom­unni. Flug­stjóri vél­ar­inn­ar hafi sagt lög­reglu­mönn­um að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en ör­uggt væri að fleiri mót­mæl­end­ur væru ekki í vél­inni. Flug­freyj­ur hafi svo gengið um og spurt farþega hvort þeir væru sátt­ir við að vél­in legði af stað. Mót­mæli hafi verið fyr­ir utan flug­stöðina í morg­un vegna mál­efna hæl­is­leit­enda.

Sam­kvæmt lýs­ingu blaðamanns öskruðu kon­urn­ar yfir farþega­rýmið og kröfðust þess að aðrir farþegar tækju þátt í að stöðva för vél­ar­inn­ar. Lög­reglu­menn hafi haldið ann­arri kon­unni niðri í gólf­inu. Þær hafi svo báðar verið hand­járnaðar efst í land­göngu­stig­an­um.

Lög­reglu­menn fóru svo yfir farþegalista vegna gruns um að fleiri mót­mæl­end­ur væru í vél­inni sem ætluðu að hefja mót­mæli að nýju þegar vél­in væri kom­in í loftið. 

Vél­in er nú á leið í loftið með hæl­is­leit­and­ann um borð. Hann sat aft­ast í vél­inni og hafði sig ekki í frammi á meðan uppá­kom­an stóð yfir, að sögn blaðamanns mbl.is.

Hóp­ur sem nefn­ir sig Ekki fleiri brott­vís­an­ir birti mynd­skeið á Face­book-síðu sinni sem virðist tekið af ann­arri kon­unni sem var hand­tek­in. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is verða kon­urn­ar tvær yf­ir­heyrðar síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert