Komugjöld munu fæla fólk frá

Björgólfur Jóhannsson segir reynslu af skattlagningu neikvæða.
Björgólfur Jóhannsson segir reynslu af skattlagningu neikvæða. mbl.is/Styrmir Kári

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Ísland geti tekið við 3-5 milljónum ferðamanna á ári hverju en að tryggja þurfi að landið verði áfram áhugaverður staður heim að sækja.

Í samtali í ViðskiptaMogganum í dag segir hann, að ef ætlunin sé að ná slíku marki sé óráðlegt að leggja komugjald á þá sem hingað ferðast.

„Ef við ætlum að fjölga ferðamönnum hér, segjum upp í 5 milljónir á ári, þá byrjum við ekki á því að leggja svona gjald á þá sem ákveða að koma hingað.“

Bendir hann á að komugjald hafi verið lagt á í Írlandi og Amsterdam en að það hafi ekki gefið góða raun. Horfið hafi verið frá þeirri gjaldtöku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert