Öfgaveðurtilfellum mun fjölga

Michael Mann og Stefan Rahmstorf eru nú staddir hér á …
Michael Mann og Stefan Rahmstorf eru nú staddir hér á landi og munu flytja samtals sex fyrirlestra um loftslagsrannsóknir, áhrif afneitunariðnaðarins á loftslagsumræðuna, stjórnmálaskoðanir og loftslagsbreytingar í Háskóla Íslands á morgun klukkan 13:00. mbl.is/RAX

Bráðnun Græn­lands­jök­uls og norður­skaut­s­íss­ins vegna hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar get­ur haft tvíþætt og mik­il áhrif hér á landi á kom­andi árum og ára­tug­um. Þar leika stærsta hlut­verkið breyt­ing­ar á hæð sjáv­ar vegna þess ferskvatns sem er að mynd­ast, en ekki síður áhrif þessa sama ferskvatns á sjáv­ar­strauma í kring­um landið. Þegar er farið að hægj­ast á Golf­straumn­um og breyt­ing­arn­ar á hon­um og jafn­vel stöðnun geta orðið mjög snöggt. Þetta segja þeir Michael E. Mann og Stef­an Rahm­storf, tveir af þekkt­ustu lofts­lags­fræðing­um sam­tím­ans, en þeir eru nú stadd­ir hér á landi í til­efni af fyr­ir­lestr­um sem þeir flytja í Há­skóla Íslands á veg­um Earth 101 verk­efn­is­ins sem Guðni Elís­son stýr­ir.

Helstu fræðimenn heims á sínu sviði

Mann er hvað þekkt­ast­ur fyr­ir svo­kallað „ís­hokkíkylfugraf“ sem hann kynnti í lok tí­unda ára­tug­ar­ins, en þar tók hann sam­an gögn um hita­stig og áætlað hita­stig út frá rann­sókn­um á jörðinni fyr­ir síðustu 2.000 ár. Þar kom í ljós að hita­stigið hefði farið hægt lækk­andi yfir tíma­bilið, þangað til á tutt­ug­ustu öld­inni og að það myndi fara hratt hækk­andi. Kallaði grafið á sín­um tíma fram mikla gagn­rýni frá þeim sem af­neita hnatt­rænni hlýn­un en vís­inda­gögn hafa síðan alltaf rennt traust­ari stoðum und­ir niður­stöður Manns.

Rahm­storf er einn helsti sér­fræðing­ur heims í breyt­ing­um á yf­ir­borði sjáv­ar og hef­ur lengi spáð því að líkön IPCC, milli­ríkja­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna í lofts­lags­mál­um, og annarra fræðimanna van­reikni mögu­lega hækk­un sjáv­ar. Þannig sagði lík­an sem hann kynnti til um að í verstu til­fell­um gæti meðal­hækk­un sjáv­ar verið allt að 1,4 metr­ar en áætlan­ir IPCC voru nær hálf­um metra. Síðan þá hef­ur IPCC hækkað sína áætl­un upp í 1 metra. Þá hef­ur Rahm­storf einnig rann­sakað aukn­ingu til­fella af­taka­veðurs í heim­in­um sem og breyt­ing­ar á Golf­straumn­um, ásamt Mann.

Ísland und­an­tekn­ing­in

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Mann að und­an­far­in ár hafi heim­ur­inn séð stans­laus hita­met falla. Fyrst var 2014 heit­asta ár frá því að mæl­ing­ar hóf­ust. Svo var það árið 2015 og nú stefn­ir í að árið 2016 verði það heit­asta. Und­an­tekn­ing­in frá þessu er þó Ísland. Fyr­ir sunn­an landið er svo­kallað blátt gat, eða eins og Mann og Rahm­storf nefna það „blue blob“ eða „blue hole.“

Þeir telja að skýr­ing­ar á því sé að finna í því að hægt hafi á Golf­straumn­um. Það ger­ist þegar hlýn­un jarðar or­sak­ar aukna bráðnun ís­hell­unn­ar á Græn­lands­jökli og á norður­skaut­inu. Við það kem­ur mikið ferskvatn í hafið og vegna minni þyngd­ar sinn­ar veld­ur það því að nátt­úru­legt ferli Golf­straums­ins, þegar heitt vatn kem­ur frá suðlæg­ari slóðum og sekk­ur svo þegar það kem­ur norðar, brengl­ast.

Michael Mann segir að loftlagsmódel sem stuðst er við í …
Michael Mann seg­ir að loft­lags­mód­el sem stuðst er við í dag geri ráð fyr­ir því að breyt­ing­ar á Golf­straum­in­um geti gert nokkuð snöggt. mbl.is/​RAX

„Á und­an áætl­un“

„Lofts­lags­mód­el­in gera ráð fyr­ir að þetta geti gerst mjög snöggt,“ seg­ir Mann um breyt­ing­arn­ar og tek­ur fram að snöggt þýði í þess­um fræðum á bil­inu ára­tug­ur og upp í öld. Bent hef­ur verið á að und­an­farna ára­tugi hafi Golf­straum­ur­inn bæði hægt á sér og hraðað sér. Þrátt fyr­ir það seg­ir Mann að lang­tíma-breyt­ing­in liggi niður á við og að svona flökt und­an­farna ára­tugi geti þýtt að kerfið sé á barmi þess að hrynja. Hann seg­ir all­ar töl­ur alla­vega sýna mikið ójafn­vægi í þess­um mál­um og að breyt­ing­arn­ar séu „á und­an áætl­un“. Á Íslandi gæti aft­ur á móti, vegna þess­ara áhrifa af Golf­straumn­um, komið tíma­bil kuln­un­ar við landið áður en hlýn­un­ar fer að gæta vegna heild­aráhrifa hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar í heim­in­um, seg­ir Mann.

Ísland er í næsta ná­grenni við eitt stærsta forðabúr ferskvatns í heim­in­um, ís­breiðuna á Græn­landi. Rahm­storf seg­ir að þrátt fyr­ir ná­lægðina sé óvíst hvaða áhrif hækk­andi yf­ir­borð sjáv­ar muni hafa hér. Þannig sé mik­il óvissa með áhrif ís­breiðunn­ar ef hún held­ur áfram að bráðna. Þar sé um gríðarleg­an massa að ræða sem dragi til sín mikið magn sjáv­ar. Með bráðnun ís­breiðunn­ar létt­ist svæðið og geti valdið því að yf­ir­borð sjáv­ar lækki á móti þeirri hækk­un sem aukið vatn valdi.

Mest áhrif á fiski­stofn­ana

Hann tek­ur þó fram að í þessu séu tals­verðir óvissuþætt­ir. „Ísland býr við mikla óvissu,“ seg­ir hann og bæt­ir við: „Óviss­an um fram­haldið staf­ar af þekk­ing­ar­leysi á því hvernig áhrif af ís­hell­unni á Græn­landi eru.“ Hann seg­ir þó að að öll­um lík­ind­um muni yf­ir­borð sjáv­ar hækka hér við land, þó það verði und­ir meðaltali heims­ins.

Rahm­storf seg­ir þessa þróun í raun óumflýj­an­lega. Það sé ljóst að yf­ir­borð sjáv­ar sam­hliða hækk­andi hita­stigi muni halda áfram að hækka þangað til við stopp­um brennslu á jarðefna­eldsneyti svo gott sem að fullu. Nú sé aft­ur á móti horft til þess að reyna að stoppa hlýn­un jarðar við 2°C yfir lang­tímameðal­hita jarðar­inn­ar, en hann er í dag um 1°C yfir meðaltal­inu.

Stefan Rahmstorf segir mestu áhrifin hér við land líklegast munu …
Stef­an Rahm­storf seg­ir mestu áhrif­in hér við land lík­leg­ast munu tengj­ast fiski­stofn­un­um. mbl.is/​RAX

Spurður um helstu áhrif hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar og breyt­ing­ar sjáv­ar­strauma hér við land seg­ir Rahm­storf að hér á landi muni vænt­an­lega áhrif­in á fiski­stofn­ana verða hvað áþreif­an­leg­ust. Þannig segi fiski­fræðing­ar sem rann­saki norðan­vert Atlants­hafið að hreyf­ing sé kom­in á þorskinn.

Öfga­veður­til­fell­um mun fjölga

Af­taka­veður eða mikl­ar sveifl­ur í veðurfari munu einnig aukast að sögn Rahm­storfs, þó hann taki fram að hann hafi ekki ná­kvæm gögn um slíkt fyr­ir Ísland. Hann bend­ir aft­ur á móti á að með hlýn­un jarðar fylgi fleiri og stærri sveifl­ur í veðurfari eins og hita­bylgj­an sem geng­ur yfir Ind­land og skógar­eld­ar í Kan­ada vegna þurrka og verði al­geng­ari með hverju ár­inu.

Slík veður­fyr­ir­bæri hafa þó ekki bara áhrif á ákveðin svæði því Rahm­storf bend­ir á að öfga­veðurfar í Sýr­landi árin fyr­ir 2011 hafi or­sakað mestu þurrka þar í landi í yfir 900 ár. Mjög áreiðan­leg gögn sýni fram á að sú þróun sem þar varð stafi af hnatt­rænni hlýn­un af manna­völd­um og reynd­ar eigi það við um allt Miðjarðar­hafs­svæðið líka. Þegar svona öfga­veðurfar geisi valdi það því að fólk missi lífsviður­væri sitt og það komi því til að flytja sig til og breyti íbúaþróun landa og heims­álfna. „Meiri hlýn­un þýðir fleiri öfga­til­felli í veðurfari og við mun­um sjá meira af slíku,“ seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert