Öllu Evrópu- og Bandaríkjaflugi seinkar

Raskanir eru á flugumferð um Keflavíkurflugvöll í dag.
Raskanir eru á flugumferð um Keflavíkurflugvöll í dag. ljósmynd/Isavia

Seinkan­ir verða á öll­um ferðum Icelanda­ir til Evr­ópu, Banda­ríkj­anna og Kan­ada í dag vegna yf­ir­vinnu­banns flug­um­ferðar­stjóra. Þá hef­ur ferðum til og frá Gauta­borg­ar verið af­lýst. Rask­an­ir eru einnig á ferðum WOW air vegna aðgerðanna.

Flug í gegn­um Kefla­vík­ur­flug­völl hef­ur verið tak­markað við neyðar- og sjúkra­flug frá kl. 2 í nótt. Ástæðan er sú að vegna yf­ir­vinnu­banns­ins var ekki hægt að fá af­leys­inga­fólk fyr­ir tvo flug­um­ferðar­stjóra sem til­kynntu sig veika í gær. Tak­mörk­un­inni lýk­ur kl. 7.

Á vefsíðu Icelanda­ir kem­ur fram að rask­an­ir verði á ferðum fé­lags­ins í dag vegna aðgerðanna. Þar má sjá áætlaða komu- og brott­far­ar­tíma flug­véla þess frá Banda­ríkj­un­um og til Evr­ópu nú í morg­un.

Hjá WOW air er sömu sögu að segja. Hægt er að sjá upp­lýs­ing­ar um breyt­ing­ar á brott­far­ar­tím­um flug­véla fé­lags­ins frá Kefla­vík­ur­flug­velli á vefsíðu þess.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert