Öllu Evrópu- og Bandaríkjaflugi seinkar

Raskanir eru á flugumferð um Keflavíkurflugvöll í dag.
Raskanir eru á flugumferð um Keflavíkurflugvöll í dag. ljósmynd/Isavia

Seinkanir verða á öllum ferðum Icelandair til Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Þá hefur ferðum til og frá Gautaborgar verið aflýst. Raskanir eru einnig á ferðum WOW air vegna aðgerðanna.

Flug í gegnum Keflavíkurflugvöll hefur verið takmarkað við neyðar- og sjúkraflug frá kl. 2 í nótt. Ástæðan er sú að vegna yfirvinnubannsins var ekki hægt að fá afleysingafólk fyrir tvo flugumferðarstjóra sem tilkynntu sig veika í gær. Takmörkuninni lýkur kl. 7.

Á vefsíðu Icelandair kemur fram að raskanir verði á ferðum félagsins í dag vegna aðgerðanna. Þar má sjá áætlaða komu- og brottfarartíma flugvéla þess frá Bandaríkjunum og til Evrópu nú í morgun.

Hjá WOW air er sömu sögu að segja. Hægt er að sjá upplýsingar um breytingar á brottfarartímum flugvéla félagsins frá Keflavíkurflugvelli á vefsíðu þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert