Kominn með erlendan fagfjárfesti að fluglestinni

Ein hugmynda um legu Fluglestarinnar gerir ráð fyrir að hún …
Ein hugmynda um legu Fluglestarinnar gerir ráð fyrir að hún nái að Straumsvík og almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins taki við farþegum þar. mbl.is/Árni Sæberg

Búið er að stofna þró­un­ar­fé­lag um flug­lest milli Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og höfuðborg­ar­svæðis­ins og þá hef­ur er­lend­ur fag­fjár­fest­ir, Per Aarsleff A/​S, verið feng­inn til að koma að verk­efn­inu með bæði fjár­magn og þekk­ingu. Þetta kom fram í kynn­ingu Run­ólfs Ágústs­son­ar, verk­efn­is­stjóra Flug­lest­ar­inn­ar, á málþingi um al­menn­ings­sam­göng­ur á höfuðborg­ar­svæðinu sem fór fram í Lista­safni Reykja­vík­ur nú í morg­un.

Run­ólf­ur seg­ir danska fyr­ir­tækið Per Aarsleff A/​S vera stórt í lagn­ingu lesta, en hundruð manns starfi í lest­ar­deild þess. „Þeirra aðkoma skap­ar okk­ur aðgang að mik­il­vægri sérþekk­ingu,” seg­ir hann.

Unnið hef­ur verið að flug­lest­ar­verk­efn­inu á óform­leg­um grunni sl. þrjú ár og nem­ur kostnaður­inn hingað til um um 170 millj­ón­um króna.  „Nú er verið að form­gera þró­un­ar­fé­lag sem tek­ur þá við verk­efn­inu og geng­ur frá samn­ingi við sveit­ar­fé­lög­in.“ Stofn­un fé­lags­ins veiti tæki­færi á að fá inn nýja aðila með fjár­magn og þekk­ingu sem sé nauðsyn­legt svo hægt sé að taka verk­efnið lengra.

Sam­starfs­samn­ing­ur­inn í ferli

Run­ólf­ur seg­ir sam­starfs­samn­ing við sveit­ar­fé­lög­in nú vera í ferli. „Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur af­greiddi í gær eign­araðild sína að fé­lag­inu og sam­starfs­samn­ing­ur­inn hef­ur þegar verið samþykkt­ur hjá fimm af átta sveit­ar­fé­lög­um.“  Garðabær og öll sveit­ar­fé­lög­in á Suður­nesj­um séu búin að samþykkja samn­ing­inn, en hann  bíði af­greiðslu hjá Reykja­vík, Hafnar­f­irði og Kópa­vogi. „En við ger­um ráð fyr­ir að hann verði af­greidd­ur á næstu vik­um.“

Þrjár til­lög­ur að legu flug­lest­ar­inn­ar voru kynnt­ar á málþing­inu og hafa þær mis­mik­il sam­legðaráhrif  við Borg­ar­lín­una, þ.e. nýj­an sam­göngu­ás al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu.  Run­ólf­ur seg­ir hluta af skipu­lags­sam­starfi flug­lest­ar­inn­ar við sveit­ar­fé­lög­in fel­ast í því að finna heppi­leg­ustu leg­una. „Þar eru tvenn sjón­ar­mið uppi sem þarf að samþætta. Ann­ars veg­ar hvað hent­ar sveit­ar­fé­lög­un­um og þess­um sam­fé­lög­um best og hins veg­ar arðsemi verk­efn­is­ins.“

Mega ekki keppa hvort við annað

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri seg­ir Flug­lín­una vera verk­efni sem þurfi að greina í sam­hengi við Borg­ar­lín­una.„Það er mjög mik­il­vægt að þessi verk­efni séu ekki að keppa hvort við annað, held­ur gangi vel sam­an og allt er þetta hluti af framtíð sem er að fær­ast býsna ná­lægt okk­ur. Þannig að á þessu ári og því næsta þarf að taka marg­ar stór­ar ákv­arðanir sem tengj­ast þessu,“ seg­ir Dag­ur.

Run­ólf­ur seg­ir þó ekki enn liggja fyr­ir hvað muni koma út úr vinnu varðandi legu Flug­lín­unn­ar, en hluti þeirr­ar vinnu sé samn­ing­ur sem þró­un­ar­fé­lagið er að gera við alþjóðlega verk­fræðifyr­ir­tækið Tracte­bel, sem sér­hæf­ir sig í fram­kvæmd­um sem þess­um.  „Við erum að semja við þá um að gera markaðsgrein­ingu og könn­un meðal er­lendra ferðamanna í sum­ar og vet­ur og að leggja í fram­haldi mat á mis­mun­andi kosti í legu flug­lest­ar­inn­ar.“

Run­ólf­ur seg­ir að þótt marg­ir hafi ef­ast um hag­kvæmni flug­lest­ar þegar lagt var af stað fyr­ir þrem­ur árum, þá vinni flest með þessu verk­efni nú.

„Það sem er að gera þetta verk­efni stöðugt betra hvað arðsemi og raun­hæfni varðar er hvað ferðamönn­um hef­ur fjölgað gríðarlega mikið. Hluti af þeim upp­lýs­ing­um sem við birt­um í morg­un var grein­ing á áhrif­um á um­ferð á höfuðborg­ar­svæðinu. Þar kem­ur í ljós að þetta verk­efni mun draga úr um­ferð á yf­ir­borðinu um 2–10% eft­ir leiðum,“ seg­ir hann og kveðst þar eiga við þær leiðir sem liggja frá suður­hluta Hafn­ar­fjarðar og niður í bæ. „Og það mun­ar um minna á tím­um þar sem um­ferð þyng­ist stöðugt á höfuðborg­ar­svæðinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert