Mörk Reykjavíkurkjördæma óbreytt

Kjörkassar koma í hús til atkvæðatalningar.
Kjörkassar koma í hús til atkvæðatalningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landskjörstjórn hefur ákveðið hver verða mörk norður- og suðurkjördæmis í Reykjavík við forsetakosningarnar 25. júní nk. Mörkin eru óbreytt frá síðustu alþingiskosningum 2013.

Frá vestri til austurs skipta Hringbraut, Miklabraut, Ártúnsbrekka og Vesturlandsvegur kjördæmunum þar til komið er að punkti á móts við Sóltorg í Grafarholti. Grafarholtshverfi skiptist áfram milli suður- og norðurkjördæmis um Kristnibraut og Gvendargeisla. Ingunnarskóli verði kjörstaður fyrir bæði kjördæmin í Grafarholti. Kjalarnes tilheyrir síðan Reykjavíkurkjördæmi norður.

Einnig hefur Landskjörstjórn ákveðið hvar þeir sem taka ber á kjörskrá í Reykjavík en búa erlendis eða eru skráðir óstaðsettir í hús í Reykjavík greiða atkvæði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert