Heimildarmyndin Andlit norðursins, sem fjallar um Ragnar Axelsson ljósmyndara og feril hans, fékk aðalverðlaunin á kvikmyndahátíð í Úkraínu, Poltava film festival.
„Ég fékk skeyti í morgun um að það stæði til að veita henni verðlaun og svo létu þeir vita að við hefðum fengið aðalverðlaunin,“ sagði Margrét Jónasdóttir, framleiðandi myndarinnar og handritshöfundur, í Morgunblaðinu í dag. Hún flutti þakkarávarp á verðlaunaathöfninni í gegnum Skype.
Kvikmyndahátíðin er ný íslensk-úkraínsk hátíð í borginni Poltava og stendur Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður að henni ásamt Úkraínumönnum. Sýndar voru einar sjö gamlar og nýjar íslenskar kvikmyndir og nokkrar úkraínskar.