Dregur úr vindi í nótt

Það var ansi hvasst víða um landið í dag.
Það var ansi hvasst víða um landið í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Það mun draga nokkuð úr vindi í nótt víða um landið og spáir Veðurstofan suðlægri átt, 3–8 m/s, á morgun. Hiti verður á bilinu tíu til nitján stig að deginum, hlýjast fyrir austan.

Í kvöld og fram á nótt er spáð suðaustanvindi 13–20 m/s og víða rigningu eða súld, hvassast á Snæfellsnesi, en mun hægari vindi austan til og skýjuðu með köflum.

Bendir veðurfræðingur Veðurstofunnar á að vestanlands verði suðaustanáttin allhvöss og má reikna með vindhviðum allt að 30 m/s við fjöll. Vindur gengur síðan smám saman niður í nótt.

Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðaustanvindi 8–13 m/s og rigningu með köflum fram á nótt, en dregur síðan úr vindi. Gert er ráð fyrir hægri suðlægri átt á morgun og súld með köflum. Hiti sjö til tólf stig.

Fylgjast má með veðurspánni á veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert