Heildarkostnaður við byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var 20,9 milljarðar króna miðað við vísitölu byggingarkostnaðar í mars 2015.
Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við skriflegri fyrirspurn frá Haraldi Einarssyni, þingmanni Framsóknarflokksins. Enn fremur megi gera ráð fyrir að fjármögnunaraðilar hafi að auki afskrifað um það bil 8 milljarða króna af byggingarkostnaði félagsins eða um 10 milljarða á verðlagi í mars 2015.
Enn fremur segir i svarinu að upphaflegur stofnkostnaður hafi verið áætlaður 9,6 milljarðar króna á verðlagi í mars 2006 eða 18,2 milljarðar uppreiknað miðað við vísitölu byggingarkostnaðar í mars 2015.