Segja upp samningum við Norrænu

Norræna í Seyðisfirði.
Norræna í Seyðisfirði. Ljósmynd/Pétur Kristjánsson

Austfar ehf., sem annast afgreiðslu færeysku bíla- og farþegaferjunnar Norrænu á Seyðisfirði, hefur sagt upp samningum við útgerðina, Smyril line. Uppsögnin tekur gildi eftir mánuð og þá lýkur afskiptum Jónasar Hallgrímssonar, aðaleiganda Austfars, af ferjusiglingum frá Færeyjum en hann vann með frumkvöðlunum í Færeyjum að því að koma þeim á fyrir 41 ári.

„Við áttum ekki aðra kosti,“ segir Jónas um samningsslitin. „Við höfum verið með samning við Smyril line frá árinu 1983. Þeim hugnaðist ekki að hafa hann óbreyttan og buðu okkur önnur kjör. Við gátum ekki unað því og sögðum upp. Það var gert í góðu af okkar hálfu en það kom okkur á óvart að þetta þyrfti að gerast. Þetta er orðin löng saga og samstarfið hefur verið farsælt,“ segir Jónas.

„Við erum ekkert að hætta. Hugur okkar stendur til þess að halda fyrirtækinu gangandi og finna önnur verkefni,“ segir Jónas um framhaldið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert