Veita Ólöfu frest út skrifstofutíma

Nokkur viðbúnaður var hjá lögreglu vegna mótmælanna í anddyri innanríkisráðuneytisins.
Nokkur viðbúnaður var hjá lögreglu vegna mótmælanna í anddyri innanríkisráðuneytisins. mbl.is/Andri Steinn

Ákvörðun ís­lenskra stjórn­valda um að vísa Eze Oka­for úr landi er jafn­gild því að skrifa upp á dauðarefs­ingu hans að sögn Ag­bons Emma­ne­ul Baro. Ag­bon, líkt og Eze, kom til Íslands frá Níg­er­íu á flótta und­an hryðju­verka­sam­tök­un­um Boko Haram.

Á mót­mæl­un­um í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu fyrr í dag lýsti Ag­bon því hvernig hann hafi verið hand­samaður af liðsmönn­um sam­tak­anna eft­ir að hafa verið vísað til Níg­er­íu frá Dan­mörku en hon­um hafi tek­ist að sleppa frá þeim með æv­in­týra­leg­um hætti.

Eze bíður sömu ör­laga og hann, verði hon­um vísað til Níg­er­íu frá Svíþjóð, nema óvíst sé hvort hann verði eins hepp­inn og sleppi úr klóm hryðju­verka­sam­tak­anna.

Agbon Emmaneul Baro flóttamaður ræðir við Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóra innanríkisráðuneytisins.
Ag­bon Emma­ne­ul Baro flóttamaður ræðir við Her­mann Sæ­munds­son, skrif­stofu­stjóra inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. mbl.is/​Andri Steinn

No Bor­ders Ice­land boðuðu til mót­mæla í há­deg­inu í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu. Var þess krafið að ís­lensk stjórn­völd sóttu Eze til Svíþjóðar en hon­um hef­ur verið gert að yf­ir­gefa Svíþjóð fyr­ir morg­undag­inn. Að sögn for­svars­manna sam­tak­anna jafn­gild­ir það brott­vís­un til Níg­er­íu þar sem Eze hafi enga burði til þess að fara frá Svíþjóð enda án vega­bréfs. „Hvar er Ólöf,“ hrópuðu mót­mæl­end­ur og kölluðu eft­ir aðgerðum stjórn­valda á milli þess sem flutt­ar voru ræður um aðstæður Eze og mál­efni flótta­manna hér­lend­is.

Nokkrir tugir manna mættu til mótmælanna í dag.
Nokkr­ir tug­ir manna mættu til mót­mæl­anna í dag. mbl.is/​Andri Steinn

Skrif­stofu­stjóri inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins hlustaði á kröf­ur mót­mæl­enda

Her­mann Sæ­munds­son, skrif­stofu­stjóri inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, ræddi við mót­mæl­end­ur fyrr í dag og heyrði kröf­ur þeirra. Kraf­an var skýr: „Eze heim“. Að því loknu þakkaði hann mót­mæl­end­um fyr­ir og sagðist hafa hlustað á kröf­ur mót­mæl­enda. Hrópuðu þá mót­mæl­end­ur að hon­um að það væri mun­ur á því að hlusta og heyra og að þeir krefðust svara frá Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra um hvað ráðuneytið ætlaði að aðhaf­ast í mál­inu. Veittu mót­mæl­end­ur inn­an­rík­is­ráðherra frest til síðdeg­is í dag til þess að aðhaf­ast eitt­hvað áður en það yrði um sein­an og Eze yrði vísað til Níg­er­íu frá Svíþjóð.

Mótmælendurnir kröfðust þess að Eze Okafor yrði sóttur og komið …
Mót­mæl­end­urn­ir kröfðust þess að Eze Oka­for yrði sótt­ur og komið aft­ur til Íslands. mbl.is/​Andri Steinn

Nokk­ur viðbúnaður var hjá lög­reglu vegna mót­mæl­anna. Í fyrstu voru aðeins tveir lög­regluþjón­ar í and­dyri ráðuneyt­is­ins þar sem mót­mæl­end­urn­ir komu sam­an en fljót­lega bætt­ist í hóp­inn og voru alls tæp­lega tíu lög­regluþjón­ar í og við ráðuneytið þegar mest lét. Fóru mót­mæl­in þó friðsam­lega fram og þurfti lög­regla ekki að hafa telj­andi af­skipti af mót­mæl­end­um.

„Eze heim!“ hrópuðu mótmælendur í innanríkisráðuneytinu.
„Eze heim!“ hrópuðu mót­mæl­end­ur í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu. mbl.is/​Andri Steinn

Ragn­heiður Freyja Krist­ín­ar­dótt­ir, einn skipu­leggj­enda mót­mæl­ana, sagði í sam­tali við mbl.is að mót­mæl­end­ur ætluðu að sitja sem fast­ast í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu í dag þar til að þeir fengju svör um hvort og þá hvað ráðuneytið ætl­ar að aðhaf­ast í máli Eze.

Agbon Emmaneul Baro sagði sögu sína á mótmælunum. Hann var …
Ag­bon Emma­ne­ul Baro sagði sögu sína á mót­mæl­un­um. Hann var hand­samaður af Boko Haram þegar hon­um var vísað til Níg­er­íu frá Dan­mörku en slapp frá þeim með æv­in­týra­leg­um hætti eins og hann orðaði það sjálf­ur. mbl.is/​Andri Steinn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert