Bjuggu til hljóðfæri úr reiðhjóli

Dögg og Mira Esther voru í hópi ellefu 7. bekkinga …
Dögg og Mira Esther voru í hópi ellefu 7. bekkinga í Fossvogsskóla sem bjuggu til hljóðfæri úr hjóli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ellefu nemendur úr 7. bekk í Fossvogsskóla hafa búið til hljóðfæri úr reiðhjóli. Verkið var afhjúpað á uppskeruhátíð um Bi­ophiliu-mennta­verk­efn­ið, og verður til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur alla helgina.

„Við erum hjólaskóli og eigum fullt af hjólum svo við fengum að nota eitt hjólanna og bjuggum til hljóðfæri úr því,“ segir Mira Esther, sem er á meðal nemendanna í hópnum. Dögg, sem einnig er í hópnum, segir hugmyndina hafa komið þegar Ragna Skinner, tónmenntakennari í skólanum, sýndi bekknum myndband af sænsku hljómsveitinni Vintergatan.

„Þar bjó maðurinn í myndbandinu til sitt eigið hljóðfæri og okkur langaði að vera sköpunarglöð og gera eins,“ segja þær stöllur, en hópurinn spilaði á hjólið fyrir fullum sal í Ráðhúsinu í dag. Aðspurðar segja þær báðar að Biophiliu-verkefnið hafi verið einstaklega skemmtilegt.

Guðrún María Ólafsdóttir, náttúrufræðikennari við skólann, segir að það hafi sífellt komið á óvart hversu frumleg og skapandi börnin og ungmennin í skólanum hafi verið þegar þau unnu Biophiliu-verkefnið. 

Sköpunargleðin var ríkjandi.
Sköpunargleðin var ríkjandi.

Brjóta upp hefðbundið kennsluform 

Mikið líf og fjör var í Ráðhúsi Reykja­vík­ur í dag, en þar fór fram upp­skeru­hátíð Bi­ophiliu-mennta­verk­efn­is­ins. Hátt í fjög­ur hundruð börn frá átta skól­um, leik­skól­um og frí­stunda­miðstöðvum hafa tekið þátt í verk­efn­inu, sem bygg­ir á sam­nefndu lista­verki og hug­mynda­fræði Bjark­ar Guðmunds­dótt­ur.

Sýn­ing­in verður opin um helg­ina, en þar er fagnað afrakstri þess frjóa starfs sem farið hef­ur fram í leik­skól­um, grunn­skól­um og frí­stunda­miðstöðvum í Reykja­vík í nor­rænu sam­starfs­verk­efni um Bi­ophiliu. Þátt­tak­end­ur í verk­efn­inu eru Aust­ur­bæj­ar­skóli, Dal­skóli, Frí­stunda­miðstöðin Gufu­nes­bær, Foss­vogs­skóli, leik­skól­inn Miðborg, leik­skól­inn Kvista­borg, Sæ­mund­ar­skóli og Voga­skóli.

Með verk­efn­inu er sköp­un­ar­gáf­an virkjuð sem kennslu- og rann­sókn­ar­verk­færi og tónlist, tækni og nátt­úru­vís­indi eru tengd sam­an á ný­stár­leg­an hátt. Áhersla er lögð á að styrkja nem­end­ur í sjálf­stæðri hugs­un og efla sjálfs­traust þeirra með virkri þátt­töku, til­raun­um, leik og sköp­un. Verk­efnið er til­raun til þess að brjóta upp hefðbundið kennslu­form með þverfag­legri nálg­un og spjald­tölv­um, þar sem jafnt kenn­ar­ar sem nem­end­ur kanna nýj­ar slóðir.

Frétt mbl.is: Sköpunargleðin í hámarki í Biophiliu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert