Vilja segja upp samningi ríkis og kirkju

Þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um slit samkomulags ríkis …
Þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um slit samkomulags ríkis og kirkju.

Þing­menn Pírata hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að fela rík­is­stjórn­inni að hefja und­ir­bún­ing að upp­sögn sam­komu­lags við þjóðkirkj­una um kirkjuj­arðir og launa­greiðslur presta og starfs­manna þjóðkirkj­unn­ar. Sam­komu­lagið var und­ir­ritað árið 1997.

Vilja þau fela rík­is­stjórn­inni að meta hvaða laga­breyt­inga sé þörf og hvaða laga­frum­vörp yrði nauðsyn­legt að leggja fram á Alþingi. Vilja þau að stefnt verði að því að sam­komu­lagi þessu og öðrum samn­ing­um sem að sam­komu­lag­inu lúti verði end­an­lega slitið fyr­ir árs­lok 2020.

Í grein­ar­gerðinni seg­ir að ís­lenskt sam­fé­lag hafi tekið mikl­um breyt­ing­um á und­an­förn­um ára­tug­um hvað varðar trú­ar­brögð og trú­ar­vit­und fólks. Fari þeim fjölg­andi sem eru hlynnt­ir aðskilnaði rík­is og kirkju sam­kvæmt skoðana­könn­un­um. Telja þing­menn­irn­ir það vera eðli­lega kröfu að samn­ing­ar sem ríkið geri við þjóðkirkj­una eða önn­ur trú- og lífs­skoðun­ar­fé­lög bygg­ist á ná­kvæm­ari út­reikn­ing­um og rök­ræn­um for­send­um en ekki á tákn­ræn­um grunni.

Seg­ir í grein­ar­gerðinni að eft­ir slit sam­komu­lags­ins yrðu kirkjuj­arðirn­ar í rík­is­eigu eins og þær hafa verið sam­kvæmt lög­um um stöðu, stjórn og starfs­hætti þjóðkirkj­unn­ar. Þjóðkirkj­an þurfi hins veg­ar eft­ir slit sam­komu­lags­ins sjálf að standa straum af launa­kostnaði presta og annarra starfs­manna.

Sjá til­lög­una í heild sinni á vef Alþing­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert