Vinna við undirbúning friðlýsingar Látrabjargs og nágrennis hefur verið sett á ís. Ekki hefur tekist að ná samstöðu meðal landeigenda.
Umhverfisstofnun mun vera með lágmarksstarfsemi þar í sumar.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri að hætta sé á skemmdum af völdum stjórnlausrar umferðar ferðafólks og minni möguleikar á að huga að öryggi fólks.