Aftur til Hamborgar að skipta um áhöfn

Vél Air Berlin gat ekki lent á Keflavíkurflugvelli í nótt …
Vél Air Berlin gat ekki lent á Keflavíkurflugvelli í nótt vegna þoku. Ljósmynd/Air Berlin

Ástæða þess að farþegaþotu Air Berlin var snúið við á Egilsstöðum í nótt og flogið aftur til Hamborgar í stað þess að halda leið sinn áfram á Keflavíkurflugvöll er sú að áhöfn flugsins má aðeins vera að störfum í ákveðinn tíma og óvíst var hvort lending á Keflavíkurflugvelli næðist innan tímarammans.

Frétt mbl.is: Ekki hægt að lenda í Keflavík vegna þoku 

Samkvæmt upplýsingum frá Air Berlin hafði félagið ekki gert neinar ráðstafanir á Egilsstöðum til að flytja farþega í bæinn. Þeir farþegar sem fóru frá borði á Egilsstöðum ákváðu því sjálfir að koma sér á leiðarenda. Farþegarnir sem flugu aftur til Hamborgar með vélinni var þó komið fyrir í önnur flug og ættu að vera að skila sér til landsins.

Vél Air Berlin var lent á flugvellinum á Egilsstöðum en ástæða þess er að flugfélagið hefur valið Egilsstaðaflugvöll sem sinn vara flugvöll. „Flugfélag þarf á hverjum fluglegg að velja sér vara flugvöll sem það þarf að prófa að lenda á og kanna aðstæður á. Það þarf síðan að hafa eldsneyti sem dugir til þess að lenda á varaflugvellinum ef aðstæður eru ekki hagstæðar á aðalflugvellinum,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert