Vill fá áningarstaðinn burt

Hrútey í Mjóafirði. Æðarbóndi vill að áningarstaðnum verði lokað.
Hrútey í Mjóafirði. Æðarbóndi vill að áningarstaðnum verði lokað. Ljósmynd/Hrafnhildur Reynisdóttir

Lögreglunni á Vestfjörðum hefur borist skrifleg kvörtun vegna áningarstaðar sem Vegagerðin útbjó í Hrútey í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi. Að sögn fulltrúa hjá embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum er verið að athuga hvort kvörtunin teljist vera lögreglumál eða ekki.

Reynir Bergsveinsson, eigandi Hrúteyjar að undanskildu vegstæðinu, lagði kæruna fram. Hann hefur annast æðarvarp í eynni frá því löngu áður en Djúpvegurinn var lagður þar yfir og eyjan tengd við land. Brúin var opnuð 2009. Reynir segir að eyjan hafi verið einstakt griðland fugla áður en vegurinn kom. Hann sagði að þegar vegarlagningin var undirbúin hefði aldrei verið minnst á að í eynni yrði áningarstaður fyrir ferðamenn.

„Ég vil áningarstaðinn afdráttarlaust burt úr eynni. Það eru áningarstaðir um allt land en það er ógætilegt að setja slíkan stað niður í miðri fuglaparadís,“ sagði Reynir. „Það var tæplega hægt að velja óheppilegri stað fyrir áningarstað en þennan, eins og náttúrufræðingur einn sagði við mig.“

Reynir kvaðst hafa samþykkt fyrir sitt leyti að gerður yrði áningarstaður á austurbakka fjarðarins handan við brúna. Fólk geti alveg notið þess að horfa þaðan á fuglalífið í eynni enda er sundið ekki nema 100 metra breitt. Hann segir að nú stoppi margir bílar á hverjum degi í Hrútey. Dæmi eru um að flutningabílstjórar hafi þar vagnaskipti og eins er algengt að gistibílar hafi þar viðdvöl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert