Fimmti besti ríkisborgararétturinn

Íslenskur ríkisborgararéttur er sá fimmti besti í heimi.
Íslenskur ríkisborgararéttur er sá fimmti besti í heimi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslenskur ríkisborgararéttur er sá fimmti besti í heimi að því er kemur fram í nýrri skýrslu rannsóknar- og skipulagsstofnunarinnar Henley & Partners. Ísland deilir fimmta sætinu með Svíþjóð.

Í skýrslunni eru gæði ríkisborgararéttar metin út frá m.a. lífskjörum, efnahagslegum styrk, ferðafrelsi, stöðugleika og friði sem gefur svonefnda þjóðarvísitölu. Þjóðarvísitalan sem er á bilinu 0 og upp í 100 segir svo til um gæði ríkisborgararéttar hvers ríkis.

Evrópulöndin skipa sér í efstu 27 sæti listans en í því 28. eru Bandaríkin. Efst á listanum trónir Þýskaland með einkunnina 83,1 prósent samanborið við 81,6 prósenta einkunn Íslands sem hækkaði þó um hálft prósentustig frá síðasta ári.

Frétt mbl.is: Ísland í tíunda sæti

Ekki er langt síðan að Henley & Partners birtu niðurstöður skýrslu um gæði vegabréfa þar sem Ísland varð í tíunda sæti.

Líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í lok maí sl. sagði í skýrslunni að með íslensku vegabréfi er hægt að ferðast áritunarlaust til 167 ríkja en með þýsku vegabréfi, sem einnig skoraði hæst í þeirri skýrslu, er hægt að ferðast til 177 ríkja án sérstakrar áritunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert