Öryggi sjúklinga ógnað

Aðstaða til einangrunar sjúklinga er sögð óviðunandi á Landspítalanum.
Aðstaða til einangrunar sjúklinga er sögð óviðunandi á Landspítalanum. mbl.is/Golli

Sú staða hefur komið upp að sjúklingar hafa ekki getað komist í einangrun á Landspítalanum vegna skorts á einangrunarherbergjum, en sjúklingar fara m.a. í einangrun vegna sýkinga eða bælds ónæmiskerfis.

Þetta aðstöðuleysi er einn helstu orsakavalda faraldra á borð við nórósýkingar- og inflúensufaraldrana sem ítrekað hafa blossað upp á sjúkrahúsinu, nú síðast í byrjun þessa árs. Þetta segja þeir Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans, og Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarna á spítalanum.

Karl skrifaði grein um þennan vanda í nýjasta tölublað Læknablaðsins, þar sem segir m.a. að mikilvægt sé að þeir sem eru í einangrun séu á einbýli með sér salerni. Landspítalinn hafi hins vegar verið byggður fyrir áratugum síðan við allt aðrar aðstæður og einangrunaraðstaðan þar sé með öllu ófullnægjandi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert