Enn skelfur við Bárðarbungu

Skammt er liðið frá eldgosinu í Holuhrauni en nokkur jarðskjálftavirkni …
Skammt er liðið frá eldgosinu í Holuhrauni en nokkur jarðskjálftavirkni hefur verið við Bárðarbungu undanfarið. mbl.is/RAX

Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 reið yfir í öskju Bárðarbungu klukkan rúmlega tvö í nótt, að því er kemur fram á vef Veðurstofunnar. Engin eftirskjálftavirkni hefur mælst í kjölfarið. Skjálfti sömu stærðar varð við eldstöðina á þriðjudag.

Örfáum mínútum eftir skjálftann í nótt reið annar minni upp á 1,9 yfir um 2,3 kílómetra suður af Bárðarbungu.

Þegar jarðskjálftinn á þriðjudag varð sagði Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingar hjá Veðurstofunni, að grannt væri fylgst með gangi mála en ekkert benti til þess að nokkuð óeðlilegt væri á ferðinni.

Viku áður hafði annar jarðskjálfti, einnig 3,4 að stærð, riðið yfir nærri Bárðarbungu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert