Mistök að segja erfitt að eiga peninga á Íslandi

Sigurður Ingi Jóhannsson var nokkuð gagnrýndur fyrir ummæli um að …
Sigurður Ingi Jóhannsson var nokkuð gagnrýndur fyrir ummæli um að erfitt væri að eiga peninga á Íslandi. mbl.is/Eggert

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son for­sæt­is­ráðherra seg­ir þau um­mæli sem höfð voru eft­ir hon­um að erfitt væri að eiga pen­inga á Íslandi hafa verið óheppi­leg og klár mis­tök af sinni hálfu. Þau hafi hins veg­ar verið slit­in úr sam­hengi. Hann hafi aðeins vísað til þess að sum­ir ættu meiri pen­inga en aðrir.

Um­mæl­in hafa ít­rekað verið hermd upp á Sig­urð Inga, en þau lét hann falla þegar hann var að koma út af rík­is­stjórn­ar­fundi í kjöl­far upp­ljóstr­ana úr Pana­maskjöl­un­um.

„Voru þetta mis­tök af minni hálfu? Klár­lega. Ég hefði getað orðað þetta miklu bet­ur,“ sagði Sig­urður Ingi þegar Páll Magnús­son, stjórn­andi út­varpsþátt­ar­ins Sprengisands á Bylgj­unni, spurði hann út í um­mæl­in í morg­un.

For­sæt­is­ráðherra seg­ir að hann hafi verið að vísa til þess að þrátt fyr­ir að jöfnuður sé mik­ill á Íslandi séu ekki all­ir jafn­ir hér. Sum­ir eigi meiri pen­inga en aðrir.

„Það er eitt af því sem er kannski galli á þjóðarsál okk­ar. Við erum stund­um með þá á milli tann­anna sem eiga meiri pen­inga en meðal­mann­eskj­an. Í því sam­hengi missti ég þetta út úr mér,“ sagði Sig­urður Ingi.

Við þess­ar aðstæður hafi um­mæl­in verið óheppi­leg en þau hafi ekki end­ur­speglað spjall hans við frétta­mann á tröpp­um Stjórn­ar­ráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert