„Mér finnst þetta svolítið gamaldags ummæli og óvenjuleg af nýjum foringja að feta í fótspor gamalla stjórnmálamanna sem telja að þeir ráði yfir atkvæðum en ekki kjósendurnir sjálfir,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Oddný G. Harðardóttir, nýkjörin formaður Samfylkingarinnar, sagði engan jafnaðarmann fara í Viðreisn í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun.
Hann segir hverjum manni að sjálfsögðu heimilt að hafa sína skoðun en telur þó þessi ummæli Oddnýjar undarleg.
Aðspurður um hvort Viðreisn sé jafnaðarflokkur segir Benedikt að Viðreisn sé frjálslyndur flokkur sem telji það hlutverk sitt að skapa samfélag þar sem fólk sem vill og getur haft tækifæri. „Menn eiga að hafa möguleika og tækifæri án þess að ríkið sé stöðugt að hugsa fyrir okkur eða einhverjir embættismenn eða þingmenn.“
Frétt mbl.is - Enginn jafnaðarmaður í Viðreisn