Stærsti pottur í sögu Víkingalottós

Víkingalottópotturinn er stærri en nokkru sinni.
Víkingalottópotturinn er stærri en nokkru sinni.

„Ofurpotturinn er ekki búinn að fara út í þrjátíu og eina viku svo hann er búinn að safnast upp og er því orðinn svona stór. Þetta er því langstærsti Víkingalottópottur sem hefur verið í sögunni,“ segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, um Víkingalottópottinn sem dreginn verður út á morgun.

Ofurpotturinn stefnir í 4.150 milljónir en fyrsti vinningur stefnir í 350 milljónir. Alls stefnir potturinn því í 4.500 milljónir, sem um 300 milljónum meira en nokkru sinni.

Íslendingar stórpottasækin þjóð

Stefán segir sölu á miðum hafa verið fína, enda séu Íslendingar stórpottasækin þjóð. „Menn taka þátt þegar þeir sjá stóra vinninga,“ segir hann og bætir við að yfirleitt sé mjög góð þátttaka í Víkingalottóinu hjá Íslendingum, sem sumir hafa unnið stóra vinninga. Í venjulegum útdrætti séu um tvö þúsund Íslendingar sem fái vinning. „Langflestir fá minnstu vinningana, sem eru í kringum þúsund krónur, en við erum búin að vera að taka stóra vinninga síðustu ár og viljum bara fá þennan heim,“ segir Stefán. 

Að sögn Stefáns vinna Norðmenn oftast í Víkingalottóinu, en það helgast af því að þeir kaupa um 60% seldra miða. 

Hægt verður að kaupa miða til klukkan 16 á morgun, og dregið verður úr pottinum um klukkustund síðar. „Ég tippa á að potturinn muni fara út núna. Ég er reyndar búinn að segja þetta undanfarnar fimm til sex vikur svo það er kannski ekki mikið að marka mig,“ segir Stefán og hlær. „En það eru margir að taka þátt á öllum Norðurlöndunum svo það er mjög sérstakt ef hann fer ekki út núna.“

Íslensk get­spá hef­ur verið í sam­starfi und­an­far­in 24 ár með nor­ræn­um og balt­nesk­um rík­is­lottófyr­ir­tækj­um varðandi rekst­ur Vík­ingalottós. Á síðasta ári var gerð breyt­ing á regl­um leiks­ins hjá öll­um aðild­arþjóðunum sem felst í auknu fram­lagi vegna 6 réttra auk þess sem fram­lag í of­urpott­inn eykst. Mark­miðið með breytingunni var að stækka fyrsta vinn­ing og of­ur­tölupott leiks­ins. 

Á vefsíðu Íslenskr­ar get­spár, www.lottó.is, er hægt að kaupa staka Vík­ingalot­tómiða, sem gilda aðeins einn út­drátt, en einnig er hægt að vera með miða í áskrift. Í gegn­um tíðina hafa ótal aðilar inn­an íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar og ung­menna­fé­lag­anna hér á landi notið góðs af Lottó­inu. Með því að vera í áskrift að Vík­ingalottói er hægt að styrkja starf þeirra og nauðsyn­legt upp­bygg­ing­ar­starf Öryrkja­banda­lags­ins.

Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár.
Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert