Togarinn á leið til landsins

Skrúfa Togarans er stór og dráttarbáturinn öflugt skip.
Skrúfa Togarans er stór og dráttarbáturinn öflugt skip.

Nýtt skip Skipaþjónustu Íslands hefur fengið nafn og segja má að það lýsi vel verkefnum skipsins, en dráttarbáturinn ber nú nafnið Togarinn. Skipið er keypt frá Spáni og var lagt af stað út Gíbraltarsundið um hádegi á laugardag.

Í gær var siglt norður með ströndum Portúgals og samkvæmt áætlunum er miðað við að skipið verði hér um miðjan dag næsta laugardag, að sögn Ægis Arnar Valgeirssonar, framkvæmdastjóra Skipaþjónustunnar.

Dráttarbáturinn er 34 metrar á lengd, tæpir 10 metrar á breidd, með 48 tonna togkraft. Hann var smíðaður árið 1977, en endurnýjaður að stórum hluta 1998. Til samanburðar má nefna að Magni, dráttarbátur Faxaflóahafna, er 22 metrar á lengd og með togkraft allt að 39,5 tonnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert