Breiðholtið sker sig úr

Fjölbýlishús í Fellahverfinu í Breiðholti.
Fjölbýlishús í Fellahverfinu í Breiðholti. mbl.is/Árni Sæberg

Ingi Þór Finnsson, sviðsstjóri Þjóðskrár Íslands, segir að 7,8% hækkun fasteignamats sem hann greindi frá í morgun, hafi ekki komið stofnuninni á óvart.

„Þetta er kannski í takt við það sem vísitölur hafa verið að sýna. Að því leytinu til kom þessi hækkun okkur ekki á óvart,“ segir Ingi Þór.

Mikla hækkun má finna víða á höfuðborgarsvæðinu og er meðalhækkun á mati íbúðarhúsnæðis þar 9,2%. Matið hækkar mest í Bústaðarhverfi um 20,1% og um 16,9% í Fellunum.

„Það sem er áhugaverðast í þessum tölum núna er að við sjáum dágóða hækkun á við miðbæinn í Breiðholtinu. Hækkunin er enn þá mest að jafnaði miðsvæðis en Breiðholtið sker svo svolítið úr.“

Frétt mbl.is: Hvað er að gerast í Breiðholtinu?

Frétt mbl.is: Fasteignamat hækkar um 7,8%

Sýnir traust á landi og markaði 

Aðspurður segir Ingi Þór að 7,8% hækkun fasteignamats sé merki um uppsveifluna í þjóðfélaginu. „Það er mikil aukning á kaupsamningum á milli ára. Þetta er mjög stór ákvörðun hjá fólki að kaupa og það hlýtur að sýna traust á landi og markaðnum að fólk sé tilbúið í þessa fjárfestingu.“

Á síðasta ári voru þinglýstir kaupsamningar á landinu 11.452 talsins og leigusamningar 10.286. Var þetta í fyrsta sinn frá árinu 2007 sem fleiri kaupsamningar voru gerðir en leigusamningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert