easyJet var stundvísast af þeim flugfélögum sem voru með flest áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli í maí. Sjötíu og þrjú prósent áætlaðra brottfara félagsins voru á réttum tíma, hærra en hlutfall brottfara bæði hjá Icelandair og WOW air. easyJet var jafnframt stundvísara en íslensku flugfélögin, bæði við komur og brottfarir. Þetta kemur fram í nýrri könnun Dohop.
Sextíu og átta prósent brottfara Icelandair voru á réttum tíma og 69% hjá WOW air. Meðaltöf í mínútum var 16,94 mínútur hjá Icelandair en 28,37 hjá WOW air. Hlutfall lendinga á réttum tíma hjá 64% bæði hjá Icelandair og WOW air. Meðaltöf í mínútum var 16,64 mínútur hjá Icelandair en 26,34 hjá WOW air. Hjá easyJet voru 88% lendinga á réttum tíma en meðaltöfin 3,47 mínútur.
Við útreikninga á stundvísi flugfélaganna notast Dohop við tölur frá Isavia. Sóttar eru upplýsingar um áætlaða brottfarar- og komutíma einstakra fluga og þær tölur bornar saman við raunverulegan tíma brottfara og koma. Hér eru aðeins birtar tölur flugfélaga sem eru með fleiri en 50 áætlunarflug á mánuði.