Alþingi grípi til lagasetningar

Reykjavíkurflugvöllur Horft er eftir hinni umdeildu NA-/SV-flugbraut.
Reykjavíkurflugvöllur Horft er eftir hinni umdeildu NA-/SV-flugbraut. Rax / Ragnar Axelsson

„Við teljum að það komi ekki til álita að loka flugvellinum fyrir fullt og allt, þetta eflir okkur frekar í afstöðunni að taka þennan slag,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, annar af formönnum samtakanna Hjartans í Vatnsmýrinni. „Við munum halda áfram ótrauð í baráttunni fyrir Reykjavíkurflugvelli í núverandi mynd og teljum að ekkert hafi breyst með tilliti til mikilvægis flugvallarins, hvort sem litið er til sjúkraflutninga eða almannaflugs í landinu.  

Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur sem samþykkt var árið 2013 er áætlað að loka norður-suður-flugbrautinni árið 2022. „Ef það gengur eftir eru nýtingarhlutföll vallarins hrunin. Það er því áhyggjuefni að núverandi meirihluti í borginni stefnir á að loka flugvellinum fyrir fullt og allt,“ segir Njáll. Samtökin hvetji því til inngrips Alþingis. „Það er orðið óhjákvæmilegt að Alþingi grípi til lagasetningar sem tryggi framtíð sjúkraflugs og almannaflugs til að forða óbætanlegt tjón sem hefur áhrif á öryggi allrar þjóðarinnar.“

Flugfélagið Mýflug sinnir næstum öllu sjúkraflugi innan Íslands samkvæmt samningi við heilbrigðisráðuneytið og segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, að lokun neyðarbrautarinnar sé fyrst og fremst sorgleg.

„Auðvitað er þetta öryggismál að þessari braut sé lokað.“ Leifur telur að lokunin muni hafa afleiðingar, fyrr eða síðar. „Það er sorglegt að það sé ekki meiri skilningur hjá þeim sem ráða málunum að þörf sé á þessari braut.“ Leifur segir að Mýflug muni áfram sinna þeim verkefnum sem þeim verður gert að sinna. „Þegar ekki má lenda lengur á þessari braut þurfa menn að laga sig að því.“

Njáll Trausti Friðbertsson.
Njáll Trausti Friðbertsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert