Flygildi spara tíma við leit

Flygildin hafa meðal annars verið notuð í útkalli í Esjunni, …
Flygildin hafa meðal annars verið notuð í útkalli í Esjunni, til að kanna hentugar leiðir líkt og gert var í Siglunesmúla í síðustu viku. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Færst hef­ur í vöxt að björg­un­ar­sveit­ir hér á landi noti flygildi, eða svo­kallaða dróna, við æf­ing­ar og í verk­efn­um. Með því að festa mynda­vél­ar við tækið er hægt að skoða leit­ar­svæði úr lofti á mun skemmri tíma en tæki hóp björg­un­ar­sveit­ar­manna að fara yfir svæðið.

Ólaf­ur Jón Jóns­son í Hjálp­ar­sveit skáta í Reykja­vík og í stjórn Flygilda­fé­lags Íslands seg­ir að hita­mynda­vél­ar muni skipta miklu máli í framtíðinni.

Í síðustu viku lenti par í sjálf­heldu í Nesskriðum og í Siglu­nes­múla við aust­an­verðan Siglu­fjörð í nótt. Fjór­ar sveit­ir Lands­bjarg­ar tóku þátt í verk­efn­inu og var flygildi notað til að leggja mat á hvaða leið væri best að fara til að ná til fólks­ins.

Frétt mbl.is: Þurftu að telja kjark í parið

Henta vel fyr­ir leit í fjör­um

„Við höf­um verið að nýta þetta í leit, mest hér á höfuðborg­ar­svæðinu. Í dag eru tvær sveit­ir á höfuðborg­ar­svæðinu með flygildi, við í Hjálp­ar­skáta í Reykja­vík (HSSR) og Flug­björg­un­ar­sveit­in. Við höf­um nokkr­um sinn­um verið kölluð út inn­an­bæjar og svo höf­um við farið aust­ur fyr­ir fjall að leita í Reykja­dal og með Ölfusánni,“ seg­ir Ólaf­ur Jón í sam­tali við mbl.is.

Flygild­in hafa meðal ann­ars verið notuð í út­kalli í Esj­unni, til að kanna hent­ug­ar leiðir líkt og gert var í Siglu­nes­múla í síðustu viku. Ólaf­ur Jón seg­ir að sveit­irn­ar séu dug­leg­ar að æfa sig að nota tæk­in utan út­kalla. Um tíu mánuðir eru fá því að HSSR fékk fyrsta flygildið en fyrstu fjóra til fimm mánuðina var tækið aðeins notað á æf­ing­um þar sem ná þarf góðum tök­um á stjórn þess.

„Það er það sem við höf­um verið að gera, fara í alls kon­ar aðstæður utan út­kalla og gera próf­an­ir og til­raun­ir,“ seg­ir Ólaf­ur Jón. Flygildið er meðal ann­ars hent­ugt þegar leitað er í fjör­um. „Fjöru­leit, sem er mjög erfið leit þar sem fólk geng­ur í fjöru þar sem flætt hef­ur frá, grjót stend­ur upp úr og þari er yfir öllu. Það er erfitt og mik­il hætta á því að fólk detti og meiði sig.“

Sveit­irn­ar hafa prófað að fljúga flygildi eft­ir strand­lengju sem er rúm­lega sjö kíló­metr­ar að lengd og tók það um tíu mín­út­ur. „Það er eitt­hvað sem hefði tekið 1-2 klukku­tíma fyr­ir tutt­ugu manna hóp,“ seg­ir Ólaf­ur Jón. „Þetta er tímaspar­andi og í þessu ákveðna til­felli, þar sem við erum að tala um fjöru­leit, er fólk ekki að leggja sig í hættu með því að ganga í þar­an­um, í grjóti þar sem er mjög auðvelt að detta og brjóta sig eða eitt­hvað verra.“

Geta horft á eina hita­punkt­inn

Ólaf­ur Jón seg­ir að sveit­irn­ar séu enn að fá til­finn­ing­una fyr­ir því hvar hent­ar að nota flygildi og hvar ekki.  „Ég er viss um að eft­ir tvö ár þegar við mun­um horfa aft­ur til þessa tíma í dag, þá mun­um við furða okk­ur á því hvað þetta var í raun­inni lítið notað. Hins veg­ar er það þannig að eft­ir tvö ár verða kom­in flygildi sem verða veðurþoln­ari, geta þolað meiri rign­ingu og svona,“ seg­ir hann.

HSSR tek­ur um þess­ar mund­ir þátt í til­rauna­verk­efni í sam­vinnu við DJI, fram­leiðandi al­geng­ustu flygild­anna og EENA, sam­tök neyðarlín­u­núm­era í Evr­ópu. Sveit­in fékk lánaða hita­mynda­vél og not­ar hana í sex mánuði ásamt sveit­um í þrem­ur öðrum lönd­um. Vél­in kost­ar sitt, eða hátt í 1,5 millj­ón­ir.

„Í rökkr­inu dug­ar venju­leg mynda­vél skammt, en með hita­mynda­vél er hægt að leita all­an sól­ar­hring­inn. Hún á eft­ir að skipta miklu máli í framtíðinni því það er frá­bært að geta horft úr lofti yfir ákveðið svæði og sjá skýrt og greini­lega eina hita­punkt­inn á mynd­inni,“ seg­ir Ólaf­ur Jón. 

Reglu­gerðin verði ekki of íþyngj­andi

Ólaf­ur Jón seg­ir að von sé á reglu­gerð frá inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu þar sem fjallað er um flygildi. Hann seg­ir stjórn­ar­menn í Flygilda­fé­lagi Íslands von­ast til þess að reglu­gerðin verði ekki of íþyngj­andi þannig að fólk geti æft sig með tæk­in.

„Þetta mun gagn­ast leit­ar- og björg­un­ar­fólki en líka bara al­mennri ný­sköp­un og þróun í at­vinnu­líf­inu,“ seg­ir hann. „Okk­ar sjón­ar­mið er það að það eigi að treysta fólki, ekki setja of íþyngj­andi regl­ur. Það er auðveld­ara að þyngja þær en milda síðar.“

Hér að neðan má sjá mynd­skeið sem sýn­ir Elliðaár­dal­inn úr lofti. Mynd­skeiðið er tekið með flygildi. 

mbl.is/​Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert