Búist var við meiru

Hrygningarstofn þorsks hefur stækkað á undanförnum árum og ekki verið …
Hrygningarstofn þorsks hefur stækkað á undanförnum árum og ekki verið stærri í 40 ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sér­fræðing­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar kynntu í gær ráðgjöf sína fyr­ir næsta fisk­veiðiár. Sam­kvæmt henni verða afla­heim­ild­ir í þorski aukn­ar um 5.000 tonn, fara í 244 þúsund tonn.

Óbreytt ráðgjöf er í ufsa, eða 55 þúsund tonn, og afla­há­mark í ýsu lækk­ar um 1.800 tonn, fer niður í 34.600 tonn.

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, SFS, áætla að tekju­aukn­ing af aukn­um veiðiheim­ild­um um­fram sam­drátt gæti numið um millj­arði króna. Auk­inn þorskkvóti skil­ar um tveim­ur millj­örðum króna en á móti er sam­drátt­ur í löngu, ýsu og ís­lenskri sum­argots­s­íld. Formaður SFS, Jens Garðar Helga­son, seg­ir að þar á bæ hafi verið bú­ist við meiru, einkum í þorski. Þá segj­ast smá­báta­sjó­menn hafa orðið fyr­ir von­brigðum með ráðgjöf­ina.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert