Heilbrigðismálin fyrst, kirkjuna síðast

Landspítali – háskólasjúkrahús við Hringbraut.
Landspítali – háskólasjúkrahús við Hringbraut. mbl/ Ómar Óskarsson

Þriðja árið í röð fékk þingflokkur Pírata Gallup til þess að framkvæma könnun á því hvernig Íslendingar vilja að Alþingi forgangsraði fjármunum í fjárlögum. Netkönnun var framkvæmd dagana 19. maí  til 2. júní og í úrtaki voru 4.220 manns, alls staðar af landinu á aldrinum 18 ára og upp úr. Þátttökuhlutfall var 61,1%. Þátttakendur voru beðnir að raða málaflokkum í röð eftir því hvernig þeir vilja að fjármunum sé forgangsraðað í ríkisrekstri.

Heilbrigðismál eru þjóðinni hugleiknust en 75% svarenda settu þau í fyrsta sæti. Áhersla á heilbrigðismálin er almennt jöfn meðal aldurshópa en fólk á aldrinum 35–44 ára sker sig þó aðeins úr. Þá er áhersla kvenna á málaflokkinn örlítið hærri en karla en búseta og menntun hafa hins vegar mjög lítil áhrif.

Næst í röðinni eru menntamál en 6% þátttakenda settu þau í fyrsta sæti en sá flokkur skorar hæst hjá yngsta aldurshópnum. Í þriðja sæti eru svo almannatryggingar og velferðarmál og er sá flokkur vinsælastur hjá elsta þátttökuhópnum, 65 ára og eldri, og hjá þeim sem minnsta menntun hafa. Höfuðborgarsvæðið skorar einnig hærra í þessum flokki en landsbyggðin. Næst mála í röðinni eru löggæslu- og öryggismál, húsnæðismál, samgöngumál og þá opinber þjónusta, menningarmál og atvinnuvegir.

Kirkjumál skipa neðsta sætið og telja Píratar því vera hljómgrunn fyrir því að ríkið hætti að greiða fyrir kirkjujarðirnar með launagreiðslum til presta.

Heildarniðurstöðu könnunar Gallup fyrir Pírata.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert