Innheimta komugjalda af erlendum ferðamönnum kallar á að leggja þurfi samsvarandi gjald á farþega með innanlandsflugi.
Þetta segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í Morgunblaðinu í dag. Þetta sé vegna skuldbindinga Íslands í EES-samningnum. Engin leið sé framhjá því.
Verði komugjaldaleiðin ofan á væri einfaldara og skynsamlegra að hafa gjaldið lægra og taka það allt árið, svo ekki sé verið að skattleggja sumarfrí íslenskra fjölskyldna, segir Ragnheiður Elín.