Sæbjörg ósjófær

Sæbjörgin er ósjófær en sjómennirnir eru til alls búnir.
Sæbjörgin er ósjófær en sjómennirnir eru til alls búnir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það þarf að gera við sjótank [...] það er ekki óeðli­legt í svona göml­um skip­um“ seg­ir Hilm­ar Snorra­son, skip­stjóri á Sæ­björgu, skóla­skipi Slysa­varna­skóla sjó­manna.

Sæ­björg­in hef­ur ekki fengið haf­færis­skír­teini þetta árið og get­ur því ekki farið á helstu ver­stöðvar lands­ins til að halda ör­ygg­is­nám­skeið líkt og áður.

Bil­un­in kom í ljós þegar skipið var tekið í slipp á Ak­ur­eyri í fyrra en ekki gafst tími til að gera við bil­un­ina þá. Verið er að vinna mat á viðgerðar­kostnaði og verði viðgerð tal­in borga sig verður verkið boðið út. Það er því ljóst að sjó­menn munu þurfa að sækja skyldu­bundna ör­ygg­is­fræðslu til Reykja­vík­ur þetta árið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert