Sæbjörg ósjófær

Sæbjörgin er ósjófær en sjómennirnir eru til alls búnir.
Sæbjörgin er ósjófær en sjómennirnir eru til alls búnir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það þarf að gera við sjótank [...] það er ekki óeðlilegt í svona gömlum skipum“ segir Hilmar Snorrason, skipstjóri á Sæbjörgu, skólaskipi Slysavarnaskóla sjómanna.

Sæbjörgin hefur ekki fengið haffærisskírteini þetta árið og getur því ekki farið á helstu verstöðvar landsins til að halda öryggisnámskeið líkt og áður.

Bilunin kom í ljós þegar skipið var tekið í slipp á Akureyri í fyrra en ekki gafst tími til að gera við bilunina þá. Verið er að vinna mat á viðgerðarkostnaði og verði viðgerð talin borga sig verður verkið boðið út. Það er því ljóst að sjómenn munu þurfa að sækja skyldubundna öryggisfræðslu til Reykjavíkur þetta árið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert