Bíllinn „lyklaður“ og stórskemmdur

Rispurnar má sjá á meðfylgjandi mynd og þeim sem fylgja …
Rispurnar má sjá á meðfylgjandi mynd og þeim sem fylgja Facebook-færslunni hér að neðan. Ljósmynd/Fanney Steingrímsdóttir

Í dag tóku Fanney Steingrímsdóttir og maðurinn hennar eftir því að búið var að „lykla“ bílinn þeirra, rétt rúmlega ársgamla Mazda 3-bifreið. Ummerkin bera það með sér að viðkomandi hafi labbað hringinn í kringum bílinn með oddhvasst áhald og rispað bílinn þannig að stórsér á honum. Fanney vakti athygli á málinu í dag, en hún óskar eftir upplýsingum ef einhver sá til viðkomandi.

Í samtali við mbl.is segir Fanney að hún hafi í dag farið og látið gera neglurnar sínar upp í Breiðholti og þaðan farið í ræktina í World class í Laugum. Þegar hún kom heim hafi maðurinn hennar tekið eftir að búið var að rispa bílinn og stórskemma hann í leiðinni.

Fanney segir að bíllinn hafi verið heill í gær og líklegast sé að hann hafi verið skemmdur annaðhvort við snyrtistofuna í Breiðholti eða í Laugum.

„Þetta er klárlega einbeittur brotavilji,“ segir hún og lýsir því hvernig rispurnar eru. „Það er farið upp og niður eins og einhver hafi gengið meðfram bílnum og verið að leika sér að þessu,“ segir hún.

Bíllinn var keyptur í janúar í fyrra og er því nýlegur. Fanney segir að þetta komi sér illa fyrir fjölskylduna enda eigi þau 10 mánaða barn og það sé margt nytsamlegra sem megi gera við peninginn á þessum tímum en að setja þá í að sprauta hálfan bíl. Segir hún að kostnaðurinn við það muni nema hundruðum þúsunda.  „Ég hreinlega skil ekki að fólk geri svona,“ segir Fanney.

Fanney var í Laugum milli 14:30 og 16:00 og þar áður fyrir utan Súluhóla í Breiðholti kl 12:30 til 14:00. Ef einhver var var við skemmdaverkaaðilann óskar Fanney eftir að fá upplýsingar um það í gegnum skilaboð á Facebook.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert