Fylgi Guðna minnkar

Fjórir frambjóðendur sem mælast nú með mest fylgi: Guðni Th. …
Fjórir frambjóðendur sem mælast nú með mest fylgi: Guðni Th. Jóhannesson, Davíð Oddsson, Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir.

Fylgi Guðna Th. Jóhannessonar hefur minnkað um tæp fimm prósentustig sl. viku, samkvæmt könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, en Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir bæta við sig fylgi.

Í könnunni var spurt: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa?

Mældist Guðni nú með 56% fylgi, þegar mælt var fylgi þeirra sem afstöðu tóku. Fylgi Davíðs Oddssonar minnkaði og mælist hann með 16,1%, en 17,7% í síðustu könnun. Þau Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir bættu hins vegar við sig fylgi og er Andri nú með 13,1% fylgi og Halla 9,6%. Sturla Jónsson mælist með 2,9% fylgi.  Aðrir frambjóðendur eru með minna fylgi. Fimm prósent segjast myndu ekki kjósa eða skila auðu, 26% segjast vera óákveðin en 7% svara ekki.

Hringt var í 926 manns þar til náðist í 802 og var svarhlutfallið því 86,6%. Alls tóku 62,3% þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert