Ísland hafði getu og vilja

Hagfræðingurinn James K. Galbraith.
Hagfræðingurinn James K. Galbraith. mbl.is/Árni Sæberg

„Íslend­ing­ar höfðu getu og vilja til að tak­ast á við erfiðleik­ana og taka ákv­arðanir um til dæm­is for­gangs­röðun krafna í þrota­bú föllnu bank­anna, þannig að stór hluti vand­ans lenti á kröfu­höf­um. Í Grikklandi var staðan hins veg­ar allt önn­ur. Þar féllu skuld­bind­ing­arn­ar all­ar á grísku þjóðina. Und­an því gátu þeir ekki vikist.“

Þetta seg­ir hag­fræðing­ur­inn James K. Gal­braith í viðtali í Morg­un­blaðinu í dag. Aðstæður Grikkja og Íslend­inga í efna­hagsþreng­ing­um und­an­geng­inna ára séu ger­ólík­ar sem skýrist ekki ein­vörðungu af sjálf­stæðri mynt Íslands og veru utan Evr­ópu­sam­bands­ins held­ur líka getu Íslend­inga til að tak­ast á við erfiðleik­ana, Grikk­ir höfðu ekki sömu mögu­leika á að taka ákv­arðanir um til dæm­is for­gangs­röðun krafna í þrota­bú föllnu bank­anna, seg­ir hann.

„Hins veg­ar má ekki gera lítið úr því að mögu­leik­inn á að geta aðlagað gengi gjald­miðils er mik­ils­verður í svona þreng­ing­um. Sama gild­ir um að geta sett höft á út­streymi gjald­eyr­is. Þessa átti Grikk­land ekki kost,“ seg­ir Gal­braith sem er stadd­ur hér á landi. Hann seg­ir Grikk­land orðið að ný­lendu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert