Ný útlendingalöggjöf ekki gallalaus

Bátur hlaðinn flóttamönnum á Miðjarðarhafinu.
Bátur hlaðinn flóttamönnum á Miðjarðarhafinu. AFP

Þó ým­is­legt í frum­varpi um ný út­lend­inga­lög sé til bóta þá hef­ur Rauði kross­inn áhyggj­ur af því að sum­ar þeirra breyt­inga sem lagðar eru til með frum­varp­inu „marki ekki leiðina að þess­um til­vísuðu mark­miðum um skil­virkni í réttarör­yggi, og geti til­tekn­ar breyt­ing­ar þvert á móti haft nei­kvæð áhrif á bæði skil­virkni og máls­hraða auk þess að skerða réttarör­yggi um­sækj­enda um hæli.“ Þetta seg­ir Arn­dís A. K. Gunn­ars­dótt­ir, lög­fræðing­ur hjá Rauða kross­in­um, á fundi um málið sem fram fór í Há­skóla Íslands í gær.

Frétt mbl.is: Ný út­lend­inga­lög­gjöf „ágæt milli­leið"

Meðal þess sem Arn­dís gagrýn­ir eru heim­ild­ir í lög­un­um, veitt­ar for­manni kær­u­nefnd­ar, til þess að úr­sk­urða einn í til­tekn­um mál­um er varða alþjóðlega vernd. Þar að auki hafi ný­leg­ar breyt­ing­ar orðið til þess að skerða aðgang um­sækj­enda um alþjóðlega vernd að dóm­stól­um.

Þá tel­ur Arn­dís miður að numið hafi verið á brott ákvæði sem veit­ir kær­end­um í mál­um er varða alþjóðlega vernd, rétt til að koma fyr­ir kær­u­nefnd út­lend­inga­mála og gera grein fyr­ir af­stöðu sinni, áður en úr­sk­urðað er í máli þeirra. Það skipti máli að ein­stak­ling­ar geti komið sín­um sjón­ar­miðum á fram­færi.

Þá hafi til­laga Rauða kross­ins, um að í lög­un­um væri heim­ild fyr­ir því að veita vega­bréfs­árit­un til ein­stak­lings sem ósk­ar eft­ir að koma til lands­ins og njóta alþjóðlegr­ar vernd­ar, ekki ratað inn í lög­in. Í því sé fólg­in ákveðin mót­sögn að sam­kvæmt lög­un­um eigi fólk rétt á því að sækja um vernd en megi í raun ekki koma og sækja hana.

Loks þykir ámæl­is­vert að í lög­un­um er víða vísað til lista yfir svo­kölluð ör­ugg ríki sem eru út­bún­ir af stjórn­völd­um. Þess­ir list­ar séu til þess falln­ir að koma í veg fyr­ir að um­sókn­ir um hæli hljóti sömu skoðun og tel­ur Rauði kross­inn þessa lista í eðli sínu skerða réttarör­yggi fólks á flótta. Þá mæl­ist Rauði kross­inn til þess, að sé nei­kvæður úr­sk­urður Útlend­inga­stofn­un­ar kærður, þá skuli kær­an fresta fram­kvæmd ákvörðun­ar­inn­ar.

Útlendingastofnun.
Útlend­inga­stofn­un. mbl/ Krist­inn Ingvars­son

Claudie Ashonie Wil­son, lög­fræðing­ur hjá lög­mannstof­unni Rétti sem einnig hélt tölu á fund­in­um, tók und­ir með Arn­dísi og var samþykk at­huga­semd­um Rauða kross­ins. Þá bætti hún við að í lög­un­um sé ekki tekið til­lit til stöðu fylgd­ar­lausra barna sem verða full­orðin á meðan málsmeðferð þeirra stend­ur yfir.

Þrátt fyr­ir þess­ar at­huga­semdri fagna þær já­kvæðum breyt­ing­um sem lög­in hafa í för með sér. Skrýr­ari ákvæði um heim­ild­ir stjórn­valda, aukn­ir mögu­leik­ar á fjöl­skyldu­samn­ing­um fyr­ir fylgd­ar­laus börn, ákvæði um tryggt réttarör­yggi, um­bæt­ur í skil­grein­ing­ar­á­kvæðum, bætt rétt­arstaða rík­is­fangs­lausra, refsi­leysi vegna ólög­legr­ar komu og skýr­ari rétt­indi um alþjóðlega vernd, telja þær til að mynda vera ljósa punkta frum­varps­ins. 

Rauði kross­inn hafði skilað ýt­ar­legri um­sögn við frum­varp til nýrra út­lend­ingalaga áður en þau voru samþykkt fyrr í þess­um mánuði. Rauði kross­in og inn­an­rík­is­ráðuneytið gerðu með sér samn­ing árið 2014 um að Rauði kross­inn veiti um­fangs­mikla þjón­ustu við hæl­is­leit­end­ur og ann­ist tals­mannaþjón­ustu við hæl­is­leit­end­ur á stjórn­sýslu­stigi. Arn­dís seg­ir fé­lagið hafa átt gott sam­starf við stjórn­völd og seg­ir marg­ar at­huga­semd­ir þeirra hafa verið tekn­ar til greina.

Á fund­in­um í Há­skóla Íslands í gær kynnti Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, formaður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, efni frum­varps­ins auk þess sem vel­ferðar- og inn­an­rík­is­ráðuneyti und­ir­rituðu samn­ing við Há­skóla Íslands um út­tekt á því hvernig flótta­fólki og inn­flytj­end­um vegn­ar í ís­lensku sam­fé­lagi.

Frétt mbl.is: Hvernig vegn­ar inn­flytj­end­um á Íslandi?

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert