Morðingi og Malaga-fanginn yfirheyrðir

Guðmundur Einarsson.
Guðmundur Einarsson. mbl.is

Menn­irn­ir sem hand­tekn­ir voru á þriðju­dag í tengsl­um við rann­sókn á Guðmund­ar­mál­inu, einu þekkt­asta og um­deild­asta saka­máli Íslands­sög­unn­ar, hafa komið oft við sögu hjá lög­reglu. Ann­ar þeirra hef­ur verið dæmd­ur í tvígang fyr­ir morð en hinn er þekkt­ur sem „Malaga-fang­inn“.

Frétt mbl.is: Þórður og Stefán hand­tekn­ir vegna Guðmund­ar- og Geirfinns­máls.

Greint var frá nöfn­um mann­anna fyrr í kvöld. Báðir eru þeir á sex­tugs­aldri og voru því 16 og 17 ára gaml­ir þegar Guðmund­ur Ein­ars­son hvarf hinn 29. janú­ar 1974 í Hafnar­f­irði. 

Rík­is­sak­sókn­ari fékk ábend­ingu um hugs­an­lega aðild mann­anna að mál­inu en meint­ur þátt­ur þeirra í mál­inu snýr að því að flytja lík Guðmund­ar eft­ir að hann var myrt­ur.

Þórður Jó­hann Eyþórs­son dæmd­ur tvisvar fyr­ir morð

Þórður Jó­hann Eyþórs­son myrti Óskar Árna Blom­ster­berg á ný­ársnótt 1983 með því að stinga hann en Þórður hafði lengi eldað grátt silf­ur við Óskar sem lauk með upp­gjöri um­rædda nótt.

Í tíma­rit­inu Ein­taki birt­ist ít­ar­leg um­fjöll­un um ævi Þórðar árið 1994 þar sem seg­ir að Þórður hafi verið mjög drukk­inn þetta kvöld og bar hann fyr­ir sig að hann hafi ekki gert sér grein fyr­ir því hvernig hníf­ur­inn sneri í hendi hans þegar hann lagði til at­lögu gegn Óskari. Grein­ina skrifaði Gerður Krist­ný Guðjóns­dótt­ir. 

Seinna morðið var árið 1993 en þá stakk Þórður fyrr­ver­andi sam­býl­is­mann þáver­andi kær­ustu sinn­ar. Um­rætt kvöld hafði Þórður drukkið mikið og tekið inn am­feta­mín þegar hann frétti af því að kær­asta hans hefði reynt að finna hann á skemmti­stað í Reykja­vík áður en hún hélt heim með fyrr­ver­andi sam­býl­is­manni sín­um.

„Malaga-fang­inn“ Stefán Alm­ars­son

Í grein­inni sem birt­ist í Ein­taki er ævi Þórðar rak­in. Er þar sagt að hann hafi verið í slæm­um fé­lags­skap þegar hann var ung­ur og er Sig­urður Stefán Alm­ars­son, kallaður Stefán Alm­ars­son, nefnd­ur í því sam­bandi. Stefán Alm­ars­son hef­ur verið þekkt­ur sem „Malaga-fang­inn“ en hann var fangi á Spáni áður en hann var síðar fram­seld­ur til Íslands. 

Frétta­tím­inn seg­ir þetta ekki vera í fyrsta sinn sem til­gáta hef­ur komið upp um aðild Stef­áns að Guðmund­ar­mál­inu en aðstand­end­ur heim­ild­ar­mynd­ar­inn­ar um Geirfinns- og Guðmund­ar­málið hafi reynt að ná tali af hon­um en án ár­ang­urs.

Í sam­tali við Frétta­tím­ann lýs­ir Stefán sig sak­laus­an í þessu máli. Hann seg­ir hvorki sig né Þórð hafa komið ná­lægt mál­inu og þetta komi hon­um mikið á óvart.

Fjallað var ítarlega um ævi Þórðar Jóhanns Eyþórssonar í Eintaki …
Fjallað var ít­ar­lega um ævi Þórðar Jó­hanns Eyþórs­son­ar í Ein­taki árið 1994. Skjá­skot/​Tíma­rit.is

Stefán kom ábend­ingu til lög­reglu um hvar mætti finna lík­in

Þá fékk Rann­sókn­ar­lög­regla rík­is­ins (RLR) heim­ild til leit­ar í jarðvegi garða við Grett­is­götu 82 að lík­ams­leif­um bæði Guðmund­ar Ein­ars­son­ar og Geirfinns Ein­ars­son­ar á sín­um tíma. Leit­in var byggð á upp­lýs­ing­um sem RLR bár­ust frá Stefáni sem þá sat inni á Litla-Hrauni.

Í skýrslu starfs­hóps um Guðmund­ar- og Geirfinns­málið seg­ir að Stefán hafi haft þess­ar upp­lýs­ing­ar eft­ir Kristjáni Viðari Viðars­syni, ein­um þriggja sem dæmd­ir voru fyr­ir morðið á Guðmundi.

Umfjöllun í Dagblaðinu-Vísi um Malagafangann í desember árið 1985.
Um­fjöll­un í Dag­blaðinu-Vísi um Malagafang­ann í des­em­ber árið 1985. Skjá­skot/​Tíma­rit.is

„Í upp­lýs­inga­skýrslu Eggerts N. Bjarna­son­ar og Sig­ur­björns Víðis Eggerts­son­ar 28. maí 1978 kem­ur einnig fram að Sig­urður Stefán hafi ekki viljað gefa aðrar upp­lýs­ing­ar en að lík­in væru graf­in við nefnt hús. Um tíma hafi hann virst samþykk­ur því að skýra frá þessu fyr­ir dómi án annarra skil­yrða en að fá að vera viðstadd­ur upp­gröft,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Stefáni sner­ist síðar hug­ur og vildi hann ekki staðfesta sína vitn­eskju nema hon­um yrði veitt reynslu­lausn frá dómn­um sem hann afplánaði. Leitað var í garðinum við Grett­is­götu 82 með stáltein­um að kvöldi dags 14. júlí 1978 en leit­in bar ekki ár­ang­ur frek­ar en aðrar leit­ir að Guðmundi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert