Það ólán varð við þjóðhátíðarhald niðri í miðborg Reykjavíkur í dag að forsetabifreiðin, Packard-bifreið frá árinu 1942, fór ekki af stað.
Þurfti þá vaskur hópur prúðbúinna lögreglumanna að ýta bílnum af stað og birti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þessa skemmtilegu mynd á Facebook-síðu sinni í dag. Tókst að starta bifreiðinni við það.
Bifreiðin er komin til ára sinna eins og gefur að skilja og er stundum smá vandræðagangur á rafmagninu. En að öðru leyti virkar bíllinn vel og bilar sjaldan, samkvæmt heimildum mbl.is.