Hentu blysum á völlinn

Á leik Íslands og Ungverjalands.
Á leik Íslands og Ungverjalands. AFP
Ung­versk­ir stuðnings­menn létu ófriðlega und­ir lok leiks Íslands og Ung­verja­lands og köstuðu log­andi blys­um á völl­inn í átt að ís­lensku strák­un­um.

Stuðnings­menn­irn­ir voru einnig með læti fyr­ir leik­inn þegar þeir slóg­ust við lög­reglu og reyndu að klifra yfir ör­ygg­is­girðingu á vell­in­um.

Frétt mbl.is: Slags­mál á leik Íslands og Ung­verja­lands
AFP
Óeirðalög­regl­an stóð vörð fyr­ir fram­an ung­versku áhorf­end­urna meðan á leikn­um stóð og starfs­menn vall­ar­ins voru í þéttri röð fyr­ir fram­an. Ekk­ert slíkt var fyr­ir fram­an ís­lensku stuðnings­menn­ina.

AFP

Ung­verj­ar og Íslend­ing­ar skildu jafn­ir eft­ir leik­inn í Marseille í dag en Ung­verj­ar jöfnuðu met­in á 88. mín­útu.

Ung­verja­land er þá með fjög­ur stig og Ísland tvö eft­ir tvær um­ferðir. Portúgal er með eitt stig og Aust­ur­ríki ekk­ert.

Vallarstarfsmaður sækir blys sem ungverskir stuðningsmenn hentu á völlinn.
Vall­ar­starfsmaður sæk­ir blys sem ung­versk­ir stuðnings­menn hentu á völl­inn. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert