Slagsmál á leik Íslands og Ungverja

Frá átökunum á Stade Vélodrome í dag.
Frá átökunum á Stade Vélodrome í dag. AFP

 Ung­versk­ir stuðnings­menn slóg­ust við lög­reglu á Stade Vélodrome í Marseille þar sem leik­ur Íslands og Ung­verja­lands hefst klukk­an fjög­ur. AFP-frétta­veit­an grein­ir frá því að ung­versk­ir stuðnings­menn hafi reynt að klifra yfir girðingu á vell­in­um þegar ör­ygg­is­verðir á vell­in­um stöðvuðu þá. Ung­verj­arn­ir ætluðu að slást í hóp­inn með öðrum Ung­verj­um á vell­in­um.

AFP

Þegar ör­ygg­is­verðirn­ir stigu inn í hóf­ust slags­mál í stúk­unni og þurfti óeirðarlög­regla að sker­ast í leik­inn. Af mynd­um AFP að dæma virðist að minnsta kosti einn stuðnings­maður Ung­verja hafa fallið úr stúk­unni á flótta und­an slags­mál­un­um og var piparúða beitt á stuðnings­menn­ina.

Hörður Snævar Jónsson, fréttaritari 433.is, segir allt vera vitlaust á vellinum hjá Ungverjum. „Stuðningsmenn Ungverja hafa verið að slást innbyrðis og gríðarleg læti eru á svæðinu,“ skrifar Hörður. „Hávær hvellur heyrðist en ekki var um sprengju að ræða.“

Ungverskur stuðningsmaður féll í stúkunni eftir að til átaka kom …
Ungverskur stuðningsmaður féll í stúkunni eftir að til átaka kom milli ungverskra stuðningsmanna og lögreglu fyrir skemmstu. AFP
AFP

Að sögn fréttaritara mbl á svæðinu er öll óeirðalögreglan fyrir framan ungversku áhorfendurna og starfsmenn vallarins í þéttri röð fyrir framan. Ekkert svoleiðis er fyrir framan þá íslensku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert