Undrast lokanir lögreglu á Austurvelli

Lögregluverðir stóðu vörð innan girðingarinnar.
Lögregluverðir stóðu vörð innan girðingarinnar. Ljósmynd/Rannveig Tenchi

Þórgnýr Thoroddsen, formaður Þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkurborgar, segist undrast aðgerðir lögreglu í gær, en skert aðgengi og sýn almennings við hátíðahöldin á Austurvelli í gær virtust koma mörgum gestum í opna skjöldu. Vakti viðbúnaður lögreglu athygli margra sem þangað lögðu leið sína.

„Það virðast allir hafna því að bera ábyrgð á breikkun bilsins á milli athafnarinnar og almennings,“ segir Þórgnýr í samtali við Morgunblaðið. „Það er eðlilegt að auka öryggisgæslu vegna boðaðra mótmæla, en í ár var ekkert slíkt, öfugt við það sem var í fyrra. Ég hef fulla trú á fólki til að hegða sér.“

Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn, sem fór með aðgerðastjórn á vettvangi í gær, segir nákvæmlega sama viðbúnað hafa verið í ár og í fyrra, utan þess að girðingin vestan megin hafi verið færð fimm metrum utar. Aðspurður telur hann ólíklegt að fyrirkomulagið muni breytast nokkuð að ári liðnu.

Morgunblaðið sagði í gær frá því að rætt hefði verið um það innan forsætisráðuneytisins að takmarka aðgang almennings að þjóðhátíðarhöldunum.

„Ég tel persónulega að girðingar séu af hinu illa og við eigum að vera tilbúin að treysta fólki,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í blaðinu í gær en ekki náðist í hann í gærkvöldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert