Göngumaðurinn fundinn

Breski göngumaðurinn Colin Smith fannst í kvöld, heill á húfi.
Breski göngumaðurinn Colin Smith fannst í kvöld, heill á húfi. Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Breski göngumaðurinn sem björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa leitað að í dag er fundinn, heill á húfi.

Maðurinn, Colin Smith, fannst á Suðurstrandarvegi en ekki er ljóst á þessari stundu á hvaða leið hann var.

Hann varð viðskila við ferðafélaga sína í gærmorgun. Þeir höfðu gist við Selsvelli á Reykjanesi yfir nótt en maðurinn lagði af stað á undan ferðafélögum sínum. Ætluðu þeir að ganga frá Selsvöllum að Djúpavatni, þaðan að Kaldárseli og yfir í Bláfjöll.

Alls tóku um 160 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni en leitað var á fjórhjólum, jeppum, gangandi auk þess sem drónar voru nýttir. Veður á svæðinu var ekki gott til leitar og skyggni takmarkað vegna þoku og rigningar. Verið var að bæta við björgunarsveitum frá Suðurlandi þegar maðurinn fannst til að leysa af hluta þeirra sem fyrir voru svo og til að bæta í leitina. 

Fréttir mbl.is:

Göngumaðurinn enn ófundinn

Leitað að er­lend­um göngu­manni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert