Karlakórinn Fóstbræður flutti lagið Ferðalok að ósk Vigdísar Finnbogadóttur við hátíðlega athöfn í dag þegar lagður var hornsteinn að Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Kórinn flutti lagið með baráttu- og hvatningarkveðjum til karlalandsliðsins í fótbolta frá Vigdísi, fyrrum forseta Íslands.
„Þetta hljómaði svo kröftuglega þarna, þeir sungu fyrir utan bygginguna og endurkastið af hljóðinu frá Háskólabíói og Sögu. Þetta var eins og í fínasta tónleikasal, þetta hljómaði svo fallega þarna og kveðjan frá Vigdísi til landsliðsins,“ segir Auður Hauksdóttir, forstöðumaður stofnunarinnar, sem stýrði athöfninni.
Vigdís fylgist greinilega grannt með landsliðinu líkt og margir landsmenn og nýtti hún tækifærið til að færa þeim kveðju við athöfnina í dag.
Frétt mbl.is: Hornsteinn lagður að Stofnun Vigdísar