Horft til norðurslóða

Ingi Þór Guðmundsson segir Ísland hafa mikla möguleika að auka …
Ingi Þór Guðmundsson segir Ísland hafa mikla möguleika að auka hlutdeild sína í ferðaþjónustu á Norðurslóðum. Sigurður Bogi Sævarsson Sigurður Bogi Sævarsson

„Íslensk ferðaþjónusta á mikla möguleika við að auka hlutdeild sína í ferðaþjónustu á norðurslóðum. Þá hafa fyrirtæki á Akureyri líka sterk tengsl við norðurslóðir,“ segir Ingi Þór Guðmundsson, nýr aðaleigandi Nonna Travel. Hann keypti á dögunum þessa gamalgrónu ferðaskrifstofu nyrðra ásamt starfsfólki, en þar hefur fólk lengi einbeitt sér að sölu og markaðssetningu ferða til Grænlands og Færeyja, auk þess að sinna markaðinum hér heima.

Asíubúar í Arctic-ferðir

Fjöldi farþega í ferðum á vegum Nonna Travel er að fjölga og til stendur að efla allt sölustarf fyrirtækisins á netinu. Viðskiptavinirnir eru annars fólk sem ferðast hvert á sínum forsendum, margir koma til dæmis frá Evrópu og fara til Færeyja, án þess að koma nokkru sinni til Íslands. Þá skipta Grænlandsfarþegar ferðaskrifstofuna æ meira máli. Flestir hafa þeir viðkomu hér á landi, enda má segja að Ísland og flugvellir hér séu helsta gáttin í ferðum til Grænlands. Þetta segir Ingi Þór að feli í sér mikil tækifæri, nú þegar norðurslóðir eru komnar í æ meira mæli á kortið sem ferðamannastaður.

„Arctic-ferðir, eins og ég kýs að kalla Norðurslóðamarkaðinn, eru mjög vaxandi. Svæðið á mikið inni til dæmis í Evrópu og Bandaríkjunum. Asíumarkaður er líka mjög vaxandi, til dæmis Kína og suðausturhluti þeirrar álfu. Fólk í íslenskri ferðaþjónustu hefur lagt mikið í sölustarf á þeim slóðum síðustu árin.“ Ferðaskrifstofan Nonni Travel var stofnuð árið 1988, um líkt leyti og sjónvarpsþættirnir um Nonna og Manna voru sýndir í sjónvarpi. Þættirnir byggðust meðal annars á Nonnabókunum, sögum Jóns Sveinssonar, sem komu út fyrir árum og öld en njóta enn hylli, meðal annars í Þýskalandi.

„Nonni er ennþá frægur og þess nýtur ferðaskrifstofan út á nafnið. Mesta auðlegðin er þó auðvitað traustið og ferðir okkar sem eru vel þekktar,“ segir Ingi Þór í viðtali sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Hann kveðst lengi hafa alið með sér þann draum að fara út í eigin rekstur og tækifærið hafi svo komið nú á vormánuðum, þegar Helena Dejak ákvað að selja fyrirtækið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert