Veiða bleikjur í þröngum hellum

Vísindamenn á vegum Háskólans á Hólum í hellaleiðangri.
Vísindamenn á vegum Háskólans á Hólum í hellaleiðangri. mbl.is/Golli

Há­skól­inn á Hól­um fer fyr­ir alþjóðleg­um rann­sókn­ar­hópi sem rann­sak­ar bleikju sem held­ur sig í hell­um í hraun­inu í kring­um Mý­vatn, svo­kallaða hella­bleikju eða gjá­arlontu.

Verk­efnið hef­ur staðið yfir frá ár­inu 2013 og fyrr á ár­inu fékk hóp­ur­inn styrk frá Rannís til að halda því áfram næstu þrjú árin. Að sögn um­sjón­ar­manns verk­efn­is­ins, dr. Bjarna K. Kristjáns­son­ar, deild­ar­stjóra fisk­eld­is- og fiska­líf­fræðideild­ar Há­skól­ans á Hól­um, eru hell­arn­ir sem um ræðir fjöl­marg­ir. Um 50 til 500 fisk­ar eru í hverj­um helli fyr­ir sig. Hell­arn­ir eru að lang­mestu leyti aðskild­ir og í hverj­um og ein­um þeirra er sjálf­stæður stofn af bleikju.

„Verk­efnið geng­ur út á að skilja hvernig litl­ir stofn­ar hegða sér úti í nátt­úr­unni,“ seg­ir Bjarni en hóp­ur­inn hef­ur einnig rann­sakað horn­síli í Mý­vatni.

Hóp­ur­inn hef­ur aðset­ur í Nátt­úru­rann­sókna­stöðinni við Mý­vatn. Vís­inda­menn víða að úr heim­in­um koma að verk­efn­inu, m.a. frá Sviss, Frakklandi, Kan­ada, Íran og Banda­ríkj­un­um. Bjarni var stadd­ur í miðstöðinni ásamt tveim­ur sam­starfs­mönn­um þegar blaðamann og ljós­mynd­ara bar að garði.

Dr. Bjarni K. Kristjánsson í Náttúrurannsóknamiðstöðinni á Mývatni.
Dr. Bjarni K. Kristjáns­son í Nátt­úru­rann­sóknamiðstöðinni á Mý­vatni. mbl.is/​Golli

Bleikj­urn­ar veidd­ar í gildr­ur 

Bleikj­urn­ar eru veidd­ar í gildr­ur og með raf­magni og tel­ur Bjarni að ná­ist að fylgja eft­ir um 80% af full­orðnum fisk­um í hverj­um helli fyr­ir sig. Fisk­arn­ir eru ljós­myndaðir, vigtaðir og mæld­ir í bak og fyr­ir, auk þess sem þeir eru merkt­ir með PIT-raf­einda­merkj­um.

Hell­arn­ir eru oft þröng­ir og get­ur því verið erfitt fyr­ir vís­inda­menn­ina að at­hafna sig við rann­sókn­irn­ar. „Þetta er til­tölu­lega stórt verk­efni en mjög skemmti­legt. Þegar maður kom fyrst hingað hélt maður að þetta væri ekk­ert mál en það er svo­lítið meira en að segja það að fara inn í þessa hella því hell­is­opið er oft lítið. Ég er ekki ann­álaður sem hellakafari en maður læt­ur sig hafa það,“ seg­ir hann og hlær.

Dr. Árni Einarsson aðstoðar vísindamann upp úr einum af hellunum.
Dr. Árni Ein­ars­son aðstoðar vís­inda­mann upp úr ein­um af hell­un­um. mbl.is/​Golli

Fast­ir í ómögu­leg­um aðstæðum

Að sögn Bjarna eru bleikj­urn­ar grind­horaðar og hreyfa sig lítið um þess­ar mund­ir vegna þess að mý­flug­an er rétt að koma upp. Hún er aðalfæðan hjá fisk­un­um. Þegar hóp­ur­inn kem­ur aft­ur til Mý­vatns í ág­úst verða fisk­arn­ir orðnir „feit­ir og patt­ara­leg­ir“ og því auðveld­ara að veiða þá.

„Lík­leg­ast eru þess­ir fisk­ar fast­ir í ómögu­leg­um aðstæðum. Ein­hvern tím­ann fóru fisk­ar neðanj­arðar í gegn­um hraunið og tóku að nema land í þess­um hell­um en svo hafa leiðirn­ar lokast,“ út­skýr­ir hann. „Stofn­arn­ir eru ein­angraðir hver frá öðrum erfðafræðilega og þeir eru  mjög ólík­ir fisk­un­um sem eru í vatn­inu, þrátt fyr­ir að vera af­kom­end­ur þeirra. Þetta er erfðafræðileg­ur aðskilnaður á skala sem við höf­um ekki séð áður.“

Þéttskrifuð minnisbók sem vísindamennirnir nota við rannsóknirnar.
Þétt­skrifuð minn­is­bók sem vís­inda­menn­irn­ir nota við rann­sókn­irn­ar. mbl.is/​Golli


Þró­un­ar­fræðilega merki­legt

Dr. Árni Ein­ars­son, líf­fræðing­ur á Mý­vatni, sem er stadd­ur í sama her­bergi bæt­ir við: „Við héld­um að þetta væri eitt, stórt stöðuvatn neðanj­arðar og svo væri op á hell­un­um og sam­göng­ur á milli en þau hafa breytt þess­um hug­mynd­um. Það eru kannski þrír til fjór­ir hell­ar hlið við hlið sem hafa sam­band. Þetta er mjög merki­legt þró­un­ar­fræðilega. Þeir eru að grein­ast í marg­ar teg­und­ir á þess­um stutta tíma, tvö þúsund árum.“

Ætt­ar­tré fisk­anna 

Næst á dag­skrá er að beita erfðafræðiaðferðum til að greina hvaða fisk­ar eru skyld­ir. „Við get­um búið til ætt­ar­tré inn­an hvers hell­is og skoðað hvort all­ir eru að leggja jafnt til og hvort ákveðnir fisk­ar eiga öll af­kvæm­in og hvort þetta teng­ist um­hverf­inu í hverj­um helli fyr­ir sig,“ grein­ir Bjarni frá.

Sýni eru send til Kan­ada til erfðagrein­ing­ar og einnig eru tek­in um­hverf­is­sýni til að greina t.d. hvaða pödd­ur eru í hell­un­um. „Það er smá vist­kerfi í hverj­um helli sem við reyn­um að mæla. Svo fylgj­umst við með hversu stöðugt hita­stigið er og hvernig það breyt­ist á milli ára,“ seg­ir Bjarni, áður en hann legg­ur af stað í næsta hella­leiðang­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert