Gleðin er sönn eftir ótrúlegan sigur strákanna okkar gegn Austurríkismönnum á Stade de France. Hana mátti sjá á leikvanginum sjálfum, Ráðhústorginu á Akureyri, Ingólfstorgi og síðast en ekki síst á Twitter.
Sumir vilja strax upplifa gleðina aftur.
Er ekki hið eðlilegasta mál að horfa á leikinn aftur? 🙌🏾 #EMÍSLAND #fotboltinet #ISL
— Helga Jónsdóttir (@helgajons) June 22, 2016
Aðrir reyna allt sem hægt er til að koma sér á næsta leik.
Forsetaatkvæði til sölu !! Verð : miði á leikinn á mánudaginn !! #emisland #isl #dabbikongur#selfosser
— Agnes Guðnadóttir (@AgnesGudna) June 22, 2016
Svo er það spurningin með orðurnar.
Fór Óli Prez með fálkaorðurnar með sér út eða þurfa strákarnir að koma heim að sækja þær? #isl #emisland pic.twitter.com/3AvTNUY7Sn
— Holger Sæmundsson (@hollipalli) June 22, 2016
Erfið fæðing?
Síðasta markið jafnaðist á við þriðju fæðinguna mína. Ótrúleg upplifun. Mikið öskrað og stappað og hlegið og grátið. #EMÍsland
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 22, 2016
Ástin lá í loftinu.
Í kvöld á fótboltaleik kyssti mig ókunnugur maður. Ég gæti ekki verið sáttari með það. #emísland
— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) June 22, 2016
Framlengt Brexit?
#brexit er ekki á morgun heldur á mánudaginn 🇮🇸 #emisland
— Arnór Pálmi (@arnorpalmi) June 22, 2016
Lýsing Gumma Ben gladdi marga.
emmi emmi farðinná teiginn
— Berglind Festival (@ergblind) June 22, 2016
farðinná teiginn
MJJAAAAÁH MMMJJJAAAAAÁ MMJJJJAAAÀhh#emísland
Ég tilnefni raddböndin hans @GummiBen til fálkaorðunnar #EMÍsland #MVP
— Elín Lára (@ElinLara13) June 22, 2016
Nýi hringitónninn er Gummi Ben að fagna seinna marki isl gegn austurríki . . . Jaaajajajaaaaaaaa #emisland
— Kristjan Jonsson (@frobbly) June 22, 2016
Það er hvort eð er komið of mikið efni í skaupið.
Við þurfum ekkert áramótaskaup í ár. Sýnum bara svipmyndir frá EM, það kemur öllum í gott skap. #EmÍsland #EURO2016 #fotbolti #fotboltinet
— Eyþór Jóvinsson (@jovinsson) June 22, 2016
Svo er það afsökunarbeiðni kvöldsins.
Sorry kúnni sem kom innní Lyfju á 94 mín. Öskurgrátur er kannski ekki viðmótið sem fólk vill þegar það sækir lyf🇮🇸 #emísland #sorrynotsorry
— Inga Magnúsdóttir (@Ingasm) June 22, 2016