Íslendingar fengu 8% miðanna

AFP

Samtals verða um átta prósent sæta á leik Íslands gegn Englandi á mánudaginn í EM í knattspyrnu karla skipuð Íslendingum sem eru líklega um 2.900 sæti. Samtals tekur leikvangurinn í Nice 36 þúsund manns.

Hægt var að kaupa miða á leikinn í janúar og desember með þeim fyrirvara að Íslendingar kæmust áfram í 16 liða úrslitin en tiltölulega fáir virðast hafa nýtt sér þann möguleika. Hugsanlega vegna þess að fólki hefur ekki verið kunnugt um það. Miðinn hefði þá ekki virkjast nema Ísland hefði komist áfram.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, bendir hins vegar á að þrátt fyrir þetta verði ekki um að ræða mikið minna hlutfall íslenskra áhorfenda af heildarfjöldanum en á leiknum gegn Austurríki í gær. Stuðningsmenn íslenska liðsins ættu án efa eftir að láta heyra vel í sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert