„Ólafur fór stundum á ystu nöf“

Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afvegaleiddi erlenda blaðamenn, að sögn Guðna Th. Jóhannessonar forsetaframbjóðanda, þegar umræðan um Icesave stóð sem hæst.

Í riti sínu, The History of Iceland, segir Guðni að aðkoma Ólafs Ragnars og málsvörn hans fyrir Íslands hönd, hafi í vissum tilvikum verið misvísandi og afvegaleiðandi. Málflutningur þessi hafi tryggt honum stuðning til að sitja sem forseti sitt fimmta kjörtímabil.

Aðspurður hvað hann hafi átt við í textanum, segir Guðni það oft flókið að útskýra mál sitt þannig að erlendir fréttamenn skilji til hlítar. Þess vegna hafi Ólafur stundum þurft að leiðrétta eða útskýra orð sín upp á nýtt. Ólafur hafi afvegaleitt umræðuna, viljandi eða óviljandi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert