„Orðlaus af undrun og þakklæti“

Kolbrún Dögg og Jóhann Smári sonur hennar sóttu dekkið á …
Kolbrún Dögg og Jóhann Smári sonur hennar sóttu dekkið á Dekkjasöluna í Hafnarfirði. /Af Facebook

„Ég er bara orðlaus, al­gjör­lega orðlaus af undr­un og þakk­læti,“ seg­ir Kol­brúnu Dögg Arn­ar­dótt­ir en það kom henni held­ur bet­ur í opna skjöldu þegar bláókunn­ug­ur maður bauðst til að gefa henni dekk und­ir bíl­inn. „Ég varð bara klökk," seg­ir hún í sam­tali við mbl.is.

Kol­brún grennslaðist eft­ir því í Face­book-hópn­um „Brask og brall“ hvort ein­hver gæti lánað henni 15" dekk til mánaðamóta en hún hafði ekki efni á að kaupa nýtt dekk fyrr en eft­ir mánaðamót. Hún hafði lofað son­um sín­um að fara á bíla­sýn­ingu fyr­ir aust­an fjall um helg­ina og þótti miður að þurfa að svíkja lof­orðið þegar dekk sprakk und­ir bíln­um og leitaðist hún því eft­ir því að fá lánað dekk. 

Gísli Björns­son starfar sem smiður í Vest­manna­eyj­um, seg­ist hafa vaknað í góðu skapi í morg­un og þegar hann sá færslu Kol­brún­ar hugsaði hann með sér að í dag skyldi hann gera góðverk. „Þetta er svo­lítið furðulegt,“ seg­ir Gísli en hann átti ekki von á að uppá­tækið vekti svo mikla at­hygli. Sím­inn hef­ur vart stoppað hjá hon­um í dag þar sem vin­ir hans og vanda­menn, jafn­vel ókunn­ug­ir, vanda hon­um kveðjurn­ar fyr­ir góðverkið. 

Kol­brún átti bágt með að trúa því í fyrstu að Gísla væri al­vara en hann sendi henni skila­boð og óskaði eft­ir reikn­ings­upp­lýs­ing­um og ekki leið á löngu þar til hann hafði lagt inn á hana fyr­ir dekk­inu.

„Þetta hef­ur bara rosa­lega mikla þýðingu, ég átti ekki fyr­ir þessu dekki og var búin að lofa son­um mín­um,“ seg­ir Kol­brún en hún er ör­yrki og seg­ir hún uppá­tæki Gísla hafa komið sér mjög vel. Hún er Gísla virki­lega þakk­lát og Dekkja­söl­unni í Hafnar­f­irði einnig, en þeir kláruðu vinn­una við dekkið henni að kostnaðarlausu þegar þeir heyrðu hvers eðlis var.

„Já klár­lega, þetta er bara mögu­lega það besta sem ég hef gert,“ seg­ir Gísli, aðspurður hvort hann hygg­ist gera fleiri slík góðverk í framtíðinni.

Hátt í 600 manns hafa líkað við athugasemd Gísla þegar …
Hátt í 600 manns hafa líkað við at­huga­semd Gísla þegar þetta er skrifað. /Skjá­skot af Face­book
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert